Róðrar kort

18 maí 2011 20:23 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Róðrar kort
Þeir þarna í Sviss virðast einfaldlega nota "My Maps" í Google Maps sem er aðgengilegt fyrir all bara fikta sig áfram.
maps.google.com/support/bin/static.py?pa...=21676&answer=144347

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2011 19:06 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Róðrar kort
Já ég er hrifinn af þessu, nýlega búinn að uppgötva þetta.

Í fljótu bragði lýtur þetta út svipað og my maps hjá google maps, þar er hægt að teikna línur og setja komment.

Hef séð svipað á einni austurrískri síðu.
4-paddlers.com/43/0/rivermap.html

Fíla samt svissnensku betur, það er gott að fá árnar litakóðaðar eftir erfiðleika.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2011 18:53 #3 by palli
Replied by palli on topic Re: Róðrar kort
Það væri snilld að hafa svona yfirlitskort.

Kompónentinn sem við notuðum var bara gps punktur á korti sem sýndi staðsetningu ferðasögu. Hann var betri en ekkert og ég reyni að koma honum í gang aftur.

Held samt að hann bjóði ekki upp á að gera þetta almennilega - það væri gaman ef einhver tölvuglöggur klúbbmeðlimur með smá aukatíma myndi vilja skoða hvað er hægt að gera með þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2011 12:00 - 18 maí 2011 12:01 #4 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Róðrar kort
þetta er flott þarna í Sviss. Við vorum nú komnir með vísi að þessu hér þar sem grunnurinn var Google Earth, en einhverrahluta vegna hvarf þetta af heimasíðunni í einhverri uppfærslunni, endilega að koma þessu inn aftur. Þetta þarf að vera þannig að allir geti sett inn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2011 09:22 #5 by jsa
Róðrar kort was created by jsa
Ein pæling hérna.
Væri hægt að bæta á heimasíðuna einhverskonar korti þar sem félagar gætu sett in leiðarlýsingar, ekki ferðasögur endilega, á róðrarleiðum. Í Sviss er til heimasíðan www.rivermap.ch sem er með upplýsingum um helstu ár. Þarna eru reyndar mjög miklar upplýsingar. Fyrir Ísland væri góð byrjun að hafa bara merkingu á korti, stutta lýsingu (á ensku), og erfiðleika stig.

Það væri smart ef að félagar í klúbbnum gætu sett inn róðrarleiðir og kortið gæti þá vaxið með klúbbnum. Það mætti hugsa sér að skipta leiðum í sjó/vötn og straum og að liturinn myndi tákna erfiðleikastig, svo væri stuttur texti til að lýsa hvernig maður kemst að upphafi og enda leiðarinnar og smá lýsing á leiðinni.

Hérna fyrir neðan er dæmi sem sýnir svissnensku árnar litaðar eftir erfiðleika stigi. Mjög smart :)

www.rivermap.ch/map.html?lat=46.852678&l...0&map=g&ctrl=1&lbl=0

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum