Ein pæling hérna.
Væri hægt að bæta á heimasíðuna einhverskonar korti þar sem félagar gætu sett in leiðarlýsingar, ekki ferðasögur endilega, á róðrarleiðum. Í Sviss er til heimasíðan
www.rivermap.ch sem er með upplýsingum um helstu ár. Þarna eru reyndar mjög miklar upplýsingar. Fyrir Ísland væri góð byrjun að hafa bara merkingu á korti, stutta lýsingu (á ensku), og erfiðleika stig.
Það væri smart ef að félagar í klúbbnum gætu sett inn róðrarleiðir og kortið gæti þá vaxið með klúbbnum. Það mætti hugsa sér að skipta leiðum í sjó/vötn og straum og að liturinn myndi tákna erfiðleikastig, svo væri stuttur texti til að lýsa hvernig maður kemst að upphafi og enda leiðarinnar og smá lýsing á leiðinni.
Hérna fyrir neðan er dæmi sem sýnir svissnensku árnar litaðar eftir erfiðleika stigi. Mjög smart
www.rivermap.ch/map.html?lat=46.852678&l...0&map=g&ctrl=1&lbl=0