Reykjanes vorhittingur

23 maí 2011 11:39 - 23 maí 2011 11:43 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Reykjanes vorhittingur
Eftir róður á Möltu helgina áður í 18°C sjó og sólbruna var haldið vestur í NA hvassviðsri og kulda en það er i lagi þegar Lilja er með, þá er allt notalegt. Það var særok yfir Gilsfjarðarbrúna, þar small í Thule sætinu og báturinn snerist nokkuð. Eftir baráttu við að fjúka ekki sjálfur í sjóinn tókst að koma aukaböndum á bátinn. Ég er búinn að flytja bát þrisvar á þessum bíl með nýjar festingar og alltaf í basli. Á Steingrimsfjarðarheiði var björgunarsveit að draga túrista, yfirgefnir bílar af og til en ég rýndi í kófið til að sjá næstu stiku í 20 m fjarlægð. Ég fór út til að brjóta klaka af þurrkublöðunum sem var gott því að fljótlega sá ég flutningabílstjóra með lappirnar liggja út undan bílnum nær ósýnilegar í kófinu út á vegarhelminginn þar sem ég ætlaði fram úr. Á leiðarenda komum við kl 12 á miðnætti.
Tíminn á Reykjanesi var frábær sem fyrr, gleði í góðra vina hópi og góð reynsla. Sjálfur fékk ég lánaðan Nordkapp og reyndi að hliðra mér (ferríglæda)gegnum straumkastið að lygnunni neðan við miðstólpann undir brúnni. Það endaði með nokkuð löngum tíma á hvolfi, lausri svuntu og hálfum bát af sjó, en upp fór ég eftir 3-4 tilraunir. Báturinn var svo tæmdur á næsta stað þar sem ég botnaði.
Ferðin heim í öskuna gekk svo vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2011 09:11 - 23 maí 2011 12:24 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Reykjanes vorhittingur
Ég tek undir allt sem Lalli segir hér fyrir ofan. Þetta var eins og oft áður stórskemmtileg helgi hjá okkur þarna í Reykjanesinu.

Ævintýrið byrjaði strax á Gilsfirði þar sem sjórinn rauk í fallegum hringjum á amk 35 til 45 m/sek. Ég var sem betur fer ekki með kayak á þakinu í þetta sinn þar sem veðurspá og Dóri mæltu gegn þvílikum æfingum. Á Steingrímsfjarðarheiðinni var svo hálka og vindur þvert á veginn með tilheyrandi snjófjúki 27 m/sek sagði vindmælirinn vestan viði. Það fóru nokkrir bílar útaf skilst mér og er ég ekki hissa á því. Skyggni var bara djók, ekki meir en ein stika sást í einu og sjaldan báðar sitthvorumegin. Þetta kalla þeir whiteout í Grænlandi en við vorum einmitt með grænlenskan gest, Hanne Nielsen, sem kom til að sjá með eigin augum hina vestfirsku ofur ræðara sem hún hafði heyrt svo mikið um.

Við vorum ekki búin að kingja súpunni sem beið okkar þegar fyrsta útkall Ísbjarnarbjörgunarsveitarinnar sem var stofnuð á staðnum. Við Hanne, Pétur,Halldór Óli, Dóri og Helga fórum í að reka kindurnar á bænum Svansvík í hús. Norðanáttin var að herða aðeins á sér og nýborin lömbin og mæður þeirra jörmuðu ámátlega þegar við eftir nokkurn eltingaleik höfðum að koma þeim í hús. Á meðan fór Jón Heiðar á sínum fjallabíl uppá heiði til að aðstoða ferðalanga sem voru komnir í vandræði þar.

Fimmtudagskvöldið var svo tekið í lauginni og smátt og smátt bættist í hópinn, Lalli og frú,Gísli og frú og svo Örn og Rabbi frá Ísafirði sem komu með kayakgrind fulla af kayjökum og spurning hvernig þeir fóru að því að komast alla leið í lognstrengnum sem fór, þegar þarna var komið við sögu, annsi hratt yfir.

Það hvisaðist svo út að flutningabíll með 40´gám væri á leiðinni með hálfsársframleiðslu af Tahe kayjökum væri á leiðinni. Hann komst ekki yfir heiðina fyrr en kvöldið eftir og var þá mikið fjör að sjá hvernig fullorðnir menn gengu nánast í barndóm af spenningi. Við sáum ekki eftir því að hafa lagt þetta ferðalag á okkur allavega ekki ég.

Frábær helgi og takk kærlega fyrir mig Vestfirðingar.
kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2011 22:29 - 22 maí 2011 22:36 #3 by Larus
Reykjanes vorhittingur was created by Larus
það var fremur fámennt i Reykjanesinu þetta vorið enda veðrið ekki mjög vorlegt, þó var góður hópur mættur ég Ingi og Gísli Hf ásamt eiginkonum komum úr bænum og harður kjarni frá Ísafirði. Á fimmtudeginum var tekið til við að skoða röstina sem var vel úfinn enda stórstreymt og hífandi rok á móti, það var fín æfing að baslast i henni, hefðbundið sundlaugarhangs var líka tekið með tilheyrandi veltuæfingum og kennslu frá Dóra og fleiri vestanmönnum. Föstudagurinn var notaður i æfingar ymiskonar i straumnum og svo um kvöldið voru jólapakkarnir opnaðir, þeir Sæfaramenn höfðu pantað 28 Tahe báta af ýmsum stærðum og gerðum, bátarnir eru meira og minna til sölu ef einhver er i bátapælingum. Á laugardaginn eftir keppnina sem Ólafur "okkar" kom gagngert til að sigra fékk undirritaður leyfi til að prufa Greenlander bát á sjó, hann hafði nú verið tekinn til skoðunar i lauginni og þvílík veltugræja, ég gat gert allskonar æfingar sem ekki er i boði á mínum bát............ eftir að maður var búinn að troða sér niður i örlítið mannop sem þarf að venjast. Á sjónum var hann ekki síðri, hraður og skemmtilegur, hann er ekki burðarmikill og liggur því lágt i sjónum þannig að hann stingur sér i gegnum ölduna og er ekki að berjast upp og niður, það flýtur mikið yfir bátinn og maður situr næstum ofan i vatninu sem er skemmtilegt.Þetta var eini báturinn sem fór á sjó því ljóst að heimsókn á Ísafjörð getur orðið skemmtileg ef maður er i bátapælingum, þó er rétt að nefna að ef menn vilja sjá Romany i action þá er staðurinn Geldinganes.:--)

Takk fyrir frábæra helgi i góðum félagsskap. kv lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum