Ég tek undir allt sem Lalli segir hér fyrir ofan. Þetta var eins og oft áður stórskemmtileg helgi hjá okkur þarna í Reykjanesinu.
Ævintýrið byrjaði strax á Gilsfirði þar sem sjórinn rauk í fallegum hringjum á amk 35 til 45 m/sek. Ég var sem betur fer ekki með kayak á þakinu í þetta sinn þar sem veðurspá og Dóri mæltu gegn þvílikum æfingum. Á Steingrímsfjarðarheiðinni var svo hálka og vindur þvert á veginn með tilheyrandi snjófjúki 27 m/sek sagði vindmælirinn vestan viði. Það fóru nokkrir bílar útaf skilst mér og er ég ekki hissa á því. Skyggni var bara djók, ekki meir en ein stika sást í einu og sjaldan báðar sitthvorumegin. Þetta kalla þeir whiteout í Grænlandi en við vorum einmitt með grænlenskan gest, Hanne Nielsen, sem kom til að sjá með eigin augum hina vestfirsku ofur ræðara sem hún hafði heyrt svo mikið um.
Við vorum ekki búin að kingja súpunni sem beið okkar þegar fyrsta útkall Ísbjarnarbjörgunarsveitarinnar sem var stofnuð á staðnum. Við Hanne, Pétur,Halldór Óli, Dóri og Helga fórum í að reka kindurnar á bænum Svansvík í hús. Norðanáttin var að herða aðeins á sér og nýborin lömbin og mæður þeirra jörmuðu ámátlega þegar við eftir nokkurn eltingaleik höfðum að koma þeim í hús. Á meðan fór Jón Heiðar á sínum fjallabíl uppá heiði til að aðstoða ferðalanga sem voru komnir í vandræði þar.
Fimmtudagskvöldið var svo tekið í lauginni og smátt og smátt bættist í hópinn, Lalli og frú,Gísli og frú og svo Örn og Rabbi frá Ísafirði sem komu með kayakgrind fulla af kayjökum og spurning hvernig þeir fóru að því að komast alla leið í lognstrengnum sem fór, þegar þarna var komið við sögu, annsi hratt yfir.
Það hvisaðist svo út að flutningabíll með 40´gám væri á leiðinni með hálfsársframleiðslu af Tahe kayjökum væri á leiðinni. Hann komst ekki yfir heiðina fyrr en kvöldið eftir og var þá mikið fjör að sjá hvernig fullorðnir menn gengu nánast í barndóm af spenningi. Við sáum ekki eftir því að hafa lagt þetta ferðalag á okkur allavega ekki ég.
Frábær helgi og takk kærlega fyrir mig Vestfirðingar.
kveðja,
Ingi