Sandgerði-Keflavík, 2. júní

01 jún 2011 12:52 #1 by Andri
Veðurspáin hefur ekkert batnað og viðbúið að aðstæður á sjó verði slæmar við Garðskaga.

Við höfum því ákveðið að flauta ferðina af.
Minni fólk á félagsróður á á morgun.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2011 12:43 #2 by Andri
Veðurspáin gerir ráð fyrir vestanátt allt að 12 m/s seinnipart á miðvikudag en hægari vind að vestan fyrripart fimmtudags.
Það gæti orðið svolítið brim frá Sandgerði útfyrir Garðskagann, en ætti að verða mun betra frá Garðskaga inn í Keflavík.
Fylgjumst með því hvernig spáin þróast. Ef það verður ófært að Garðskaga er auðvelt að stytta róðurinn og setja kayakana út í Garði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2011 13:10 - 29 maí 2011 13:12 #3 by Þóra
Ég og Klara stefnum á að mæta.
Kv. Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2011 09:32 #4 by Gunni
Þetta verður flottur róður. Garðskagaviti er flottur að sjá frá sjó. Leiðin frá Garði og inn til Keflavíkur er tignarleg. Hellar og skútar sem gaman er að skoða frá sjó.
Ég get því miður ekki verið með en hvet alla sem geta að fara í þennan róður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2011 08:44 #5 by gsk
Verður ábyggilega hin besta skemmtun að fara þessa leið.

Lengi langað til þess.

Settu mig á listann.

kv.,
Gísli Karls.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2011 22:50 #6 by Andri
Hægt er að skrá sig í ferðina hér.
Sjá frétt á forsíðu.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum