Nú þegar kayakkonur og -menn hyggja á kayakleiðangra finnst mér upplagt að láta hér flakka uppskrift af sallagóðum orkubitum. Þeir eru miklu betri en það sem fæst úti í búð og örugglega 90% ódýrari.
Uppskrftina fann ég einhverju sinni á vef Gunnlaugs Júlíussonar, ofurhlaupara.
Í nýjustu lögnina notaði ég reyndar "Mysli" frá First Price sem fæst á vægu verði í Krónunni. Ég týndi slatta rúsínum út úr múslínu fyrst og hakkaði það í matvinnsluvél því það er býsna gróft eins og það kemur af skepnunni. Svo duttu tvær matskeiðar af kakódufti út í mjölið og ekki versnuðu bitarnir við það. Einn poki af Mysli dugar sem 14 einingar (dl) af mjöli. Sumir setja suðusúkkulaði út í hræringinn, aðrir vilja engin aukaefni og halda sig við upprunalega uppskrift.
Hér er uppskriftin frá Gunnlaugi:
Energikakor löbararsons
Ein eining sýróp
Ein eining sykur
Ein eining rjómi.
Eining getur t.d. verið 3 dl.
Þessu er öllu hellt í pott og látið krauma í allt að hálftíma þannig að það sé orðið karamellulegt. Á meðan þessi metall kraumar þá eru mældar sjö einingar af haframjöli í skál. Nú notaði ég reyndar Bónus múslí í stað haframjöls samkvæmt ábendingu Halldórs. Smá salti er stráð yfir því maður notar þetta gjarna þegar saltútfeling er mikil.
Síðan er karamellulíminu hellt yfir mjöðið/múslið og hrært vel saman.
Að þessu loknu er kökkurinn lagður laglega í lengjur á plötu sem smjörpappír hefur verið lagður yfir. Lengjurnar eru þjappaðar vel með hnúfum sem eru bleyttir öðru hverju í vatni. Þetta er svo látið kólna, skorið í hentuga bita og geymt í frysti.
www.loparlarsson.se.