Nú,þegar þetta er sett inn eru þeir félagar að komast að norðurströnd Arnafjarðar -um 2 km norðan við Lokinhamra.
Ekki var ferðafært kl 6 í morgun eins og þeir áætluðu. Það er ekki fyrr en kl 10.30 að að þeir ýta úr vör frá Króki í Selárdal.
Þeir settu stefnuna á Lokinhamra en þegar nær dró ströndinni sveigðu þeir stefnuna norður með ströndinni.
Það er greinilega enþá kröpp alda á móti og 6-10 m/sek. Róðrarhraði hjá þeim köppum yfir Arnarfjörðinn var um 4,5 km/klst.
Nú er vindur og sjór að ganga niður og lítur vel út hjá þeim í dag . Það er heiðskýrt og sól.
Kl .12:50 tóku þeir land á Eyjólfsnesi undir Tóarhyrnu Þar sem fólkið á myndinni er á göngu.
Meira síðar. Við fylgjumst með
Kl.13:20 leggja þeir upp frá Eyjólfsnesi og um
Kl 15:40 eru þeir komnir að Kögri sem er skammt norðan við Svalvoga og því næst að þvera Dýrafjörðinn. Þeir hafa nú róið > 18 km frá því í morgun. Róðurinn frá Eyjólfsnesi hefur verið þungur - meðalhraði < 3,5 km/klst. Þei hafa haft vindin og ölduna á móti og kannski straum.
Kl 17:05 Lentu þeir félagar skammt norðan við Gerðhamra eftir að hafa þverað Dýrafjörðinn. Dagsróðurinn hjá þeim er kominn í 26 km. Á þverun Dýrafjarðar héldu þeir um >6 km/klst meðalhraða.
En við höldum áfram að fylgjast með þeim og bíðum spennt eftir framhaldinu
Núna
kl 21:00 eru þeir félagar að komast þvert af Barðanum útverði Önundarfjarðar í suðri. Þeir hafa nú róið tæpa 40 km það sem af er þessum degi. Og í þeirr blíðu sem nú er hjá þeim er ekki ólíklegt að þeir þveri Önundarfjörð-en það er um 11 km róður frá núverandi stað-og þvert af Sauðanesvita. Þá er orðið stutt á tjaldstæðið á Suðureyri á Súgandafirði...
Og við fylgjum spennt með framhaldinu.
Kl 23:00þann 6.6 tóku þeir félagar land á Ingjaldssandi við Önundarfjörð og láta þar fyrirberast í nótt.Að baki er um
46 km róður frá Krók í Selárdal.
Lokinhamrar og baráttan um fiskinn
Á ofanverðri 18 öld var gefið út af Lokinhamrabændum eftirfarandi friðlýsingarplagg:
„ Vér undirskrifaðir landsdrottnar og leiguliðar,lögfestum og friðlýsum hér með í dag öllum veiðistaða-nefndrar jarðar-lóðalagningamiðum til sjávar eftir gamalla manna svo heitnum örnefnum.
Bænhúsamið ,Hlöðumið,Duggholumið,Tóftamið,Skemmuholumið,
Tangahöggmið og Naustamið.
(miðin voru sérstaklega tilgreind frekar til miðunarstaðhátta. SH.)
Þessum framanskrifuðum lóðalagningarmiðum lögfestum vér fyrir oss sjálfa,vora eigin erfingja og alla eftirkomendur,aldna og óborna,um aldur og ævi, sem öðrum frá óminnilegum óðals og óafmáanlegum réttarítökum nefndrar jarðar vorrar, Lokinhömrum“
Tilv. Íslenskir sjávarhættir
Þetta var um 200 árum fyrir“ kvótann“ og ennþá stendur baráttan
Lokinhamrar í Arnarfirði Horft yfir Arnarfjörð til Ketildala