Nú er að færast lífsmark í hringróðursmálin á ný. Íslenskir ræðarar eru að koma sterkir inn.
Þeir félagar
Magnús Sigurjónsson,hringfari, Eymundur Ingimundarson, Rúnar Pálmason og Örlygur Steinn Sigurjónsson lögðu upp frá Patreksfirði um kl 14.30 í dag þann 4.júní.
Þeir róa núna NV með Vatneyrarhlíðum og stefna á Tálkna sem er útvörður Patreksfjarðar í norðri og Tálknafjarðar í suðri.
Sjólagið hjá þeim er sennilega að færast í aukana. Ölduduflið útaf Blakknesi sýnir 2,4 m ölduhæð og 6,4 sek. tíðni -sem sagt þungur sjór af SSV og því lens hjá þeim.
Brim er því álitlegt við ströndina.
Nú er spennandi að fylgjast með Spottækinu hjá þeim. Stóra spurningin er hvort þeir leggja í að þvera Tálknafjörðinn og fyrir Kóp og inn á Arnarfjörð -í þessum sjó en glimrandi lensi ? Eða hvort þeir fari inná Tálknafjörð í var.
Allt eru þetta harðjaxlar á sjó.
Framundan næstu daga er breytileg átt og hægviðri svona yfirleitt-en spurning með ölduhæð.
Við fylgjumst með þeim sjóvíkingum.
Kl 17.10 tóku þeir land norðanmegin í Tálknafirði þar sem heitir Feigðarvík í mynni Sellátradals. Þeir eru þarna kyrrstæðir þegar þetta er sett inn kl 19.40. Fyrir utan er sennilega haugasjór . Öldudufl sýnir 2,6 m kl.19.00 . En það er að byrja að lægja og verður ferðaveður um miðnættið og vindur hægur framundir hádegi á morgun. Þá verður komin NNA átt og á móti fyrir annnesin.
Víð bíðum morgundagsins og fáum stöðuna.....