Haldið áfram með hringróðurinn

04 jún 2011 16:08 - 06 jún 2011 13:25 #16 by Sævar H.
Nú er að færast lífsmark í hringróðursmálin á ný. Íslenskir ræðarar eru að koma sterkir inn.

Þeir félagar Magnús Sigurjónsson,hringfari, Eymundur Ingimundarson, Rúnar Pálmason og Örlygur Steinn Sigurjónsson lögðu upp frá Patreksfirði um kl 14.30 í dag þann 4.júní.

Þeir róa núna NV með Vatneyrarhlíðum og stefna á Tálkna sem er útvörður Patreksfjarðar í norðri og Tálknafjarðar í suðri.

Sjólagið hjá þeim er sennilega að færast í aukana. Ölduduflið útaf Blakknesi sýnir 2,4 m ölduhæð og 6,4 sek. tíðni -sem sagt þungur sjór af SSV og því lens hjá þeim.

Brim er því álitlegt við ströndina.

Nú er spennandi að fylgjast með Spottækinu hjá þeim. Stóra spurningin er hvort þeir leggja í að þvera Tálknafjörðinn og fyrir Kóp og inn á Arnarfjörð -í þessum sjó en glimrandi lensi ? Eða hvort þeir fari inná Tálknafjörð í var.
Allt eru þetta harðjaxlar á sjó.
Framundan næstu daga er breytileg átt og hægviðri svona yfirleitt-en spurning með ölduhæð.

Við fylgjumst með þeim sjóvíkingum.

Kl 17.10 tóku þeir land norðanmegin í Tálknafirði þar sem heitir Feigðarvík í mynni Sellátradals. Þeir eru þarna kyrrstæðir þegar þetta er sett inn kl 19.40. Fyrir utan er sennilega haugasjór . Öldudufl sýnir 2,6 m kl.19.00 . En það er að byrja að lægja og verður ferðaveður um miðnættið og vindur hægur framundir hádegi á morgun. Þá verður komin NNA átt og á móti fyrir annnesin.

Víð bíðum morgundagsins og fáum stöðuna..... ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2011 20:21 #17 by SAS
Held að þeir félagar séu ennþá í Rvk. Leggja á stað við sólarupprás, þ.a. að morgun ættum við að geta fylgst með Spot tækinu þeirra.

Eymi og núna Örlygur ætla báðir að enda á Ísafirði, Rúnar væntanlega á Hólmavík og Maggi.... ummm Húsavík, kanski lengra?. Þetta er amk engin ankeri í för núna, eins og í fyrra. Þetta á eftir að verða frábær ferð hjá ykkur, góða skemmtun.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2011 20:07 #18 by Guðni Páll
Líst vel á þetta hjá þeim. Koma þeir við á ísafirði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2011 19:42 - 03 jún 2011 19:44 #19 by Gíslihf
Nú verður gaman að fylgjast með köppunum okkar á Vestfjörðum. Reyndar er ekki hægt að sjá merki frá SPOT tækinu, nema heima hjá Magga í Breiðholtinu áður en hann fór. Mig grunar að þeir kappar hafi tafist við Hálandaleikana sem nú fara fram á Vatneyri við Patreksfjörð, líklega verið rænt til að hafa í keppnisliði.
Reyndar er sjólag ekki gott þegar komið er út úr firðinum, duflið vestan við Blakksnes sýnir 2,5 m ölduhæð, aldan er úr suðvestri og því væntanlega brim í lendingunni undir Krossadal, sem annars væri góður áfangastaður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2011 18:24 #20 by maggi
Örlygur hefur bæst í hópinn og rær með okkur á Isafjö

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2011 17:04 - 03 jún 2011 19:11 #21 by Gíslihf
Góða ferð og bestu fararóskir frá okkur Lilju.

Ef þið farið greitt yfir þá getið þið náð þeim Suður-Afríku hringförum. Þið eruð að leggja í "gleðitúr" - það er því spurning hvort eitthvað var í uppskrift Rúnars sterkara en hann greindi frá? Passið ykkur bara á hvítabjörnunum og hafið alltaf skrokk af kind eða sel á dekkinu til að stinga upp í þá :) .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2011 15:11 #22 by maggi
seakayakreykjavik.is/news/19/

Þá er komið að því að halda áfram með hringróðurinn. Planið er
að fara í Stykkishólm og taka Baldur um laugardagsmorguninn. Róa
síðan upp úr hádegi frá Patreksfirði.
Þeir sem róa með mér að þessu sinni eru Rúnar og Eymi.
Veðurspáin er fín og þetta verður bara gleðitúr.
Hér er linkurinn á SPOT tækið fyrir þá sem vilja fylgjast með.
share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...LdWvOePSQ8ZEKWI2IeFR

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum