Kayakferðir sumarið 2007

29 apr 2007 01:25 #1 by Steini
Hér áður fyrr var næsti viðburður settur á forsíðu með myndum og kortum viku áður en farið var og verður það sennilega gert á þessari síðu líka. Dagskráin sjálf hefur aftur á móti alltaf verið eingöngu nauðsinlegustu uppl. ég held að það sé ekki möguleiki á að setja myndir inn á þann hluta, í raun þjóna ferðasögur því hlutverki og verður vonandi með tímanum settar inn fleiri, þannig að menn geti farið inná svæðið sem fyrirhugað er að fara á og skoða gamlar ferðalýsingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2007 00:19 #2 by Sævar H.
Hér neðar á þræðinum upplýsir Palli um að dagsskráin verði færð upp með öflugri hætti en kemur fram á dagatalinu þ.e með kortum , myndum og svona eins og var hér áður fyrr...það var um þetta sem ég var að spyrja.

Bestu kveðjur:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2007 22:07 #3 by Steini
Mér sýnist þetta allt vera komið inn fyrir dágóðum tíma hér undir flipanum \&quot;Dagskrá\&quot; og eins sjást hér næstu fimm við burðir undir \&quot;næst á dagskránni\&quot; hér neðst hægra megin á síðunni, svo er spurning hvort rétt sé að setja þetta á forsíðuna þegar nokkrir dagar eru í viðburð eins og gert var nú fyrir þessa helgi ?? ;) :)<br><br>Post edited by: steini, at: 2007/04/28 18:09

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2007 19:25 #4 by Sævar H.
Einhverjar fréttir af uppsetningu á sumardagskránni hér á heimasíðunni ? :) Nú er sumarið að ryðja vetrinum á brott þessa dagana og kayakkeppnir þegar að taka áratökin og í næstu viku er \&quot;Hörpuróður\&quot; og \&quot;Þéttir á floti\&quot; ... það er allt að fara að gerast :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2007 19:21 #5 by Sævar H.
Gott að fá þetta fram. Framsetning á dagsskrá fyrir sumarið skiptir mjög miklu máli.
Takk fyrir þetta Palli:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2007 20:37 #6 by palli
Replied by palli on topic Re:Kayakferðir sumarið 2007
Heilt mælir þú Sævar. Verið er að pota einstökum liðum dagskrárinnar inn í dagatalið og það klárast líklega á morgun. Dagskráin verður svo aðgengileg í heild sinni á öðrum stað þegar hún er endanlega klár. Verið er að fara yfir örfá vafaatriði. Eitt gott við dagskrána er að ef þú opnar hana þá geturðu smellt á flokkana sem eru taldir upp að neðan (keppnir, ferðir, námskeið ...) og þá færðu lista yfir allt sem er á dagskrá á næstunni í viðkomandi flokki. Afar lekkert.

hilsen,

pg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2007 19:37 #7 by Sævar H.
Nú hefur dagskráin fyrir kayaksumarið 2007 verið sett inn á almanakið undir liðnum \&quot;Dagskrá\&quot; og þegar smellt er á viðkomandi dagsetningu þá fær maður fram texta um ferðina. Allt er þetta gott mál, en má bæta hér enn um betur ? Mér finnst það. Dagskrá ferðasumarsins 2007 er í raun auglýsing um væntingar sem okkar bíða í sportinu á komandi sumri og þvi mjög mikilvægt að ferðamöguleikarnir fangi augu sem flestra og með sjónrænum hætti og góðri ímynd. Finnst ykkur almanakið gera það ? Mér finnst það ekki. Ég gæti hugsað mér það sem betri kost að setja dagskrána inn á \&quot;Ferðasögur\&quot; og þá með núverandi texta sem þá má myndskreyta að vild og eða kortsetja ferðaleiðir o.s.frv. þannig að skemmtilegir draumar vakni og áhugi fyrir ferðinni verði alveg brennandi. Hvað segið þið um þetta ?:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum