Það mætti ætla að lítið sé að gerast hjá klúbbnum þessa dagana, en sú er ekki raunin.
Reyndar riðlast venjubundin iðkun hjá þeim sem eru í leyfi og sumarblíðan býður upp á margt annað í útivist. Ég hef mætt mörgum ræðurum undanfarið, sem ég hef ekki séð áður, nálægt Geldinganesi utan dagskrár klúbbsins og félagsróðrar eru fjölsóttir. Fjöldi fólks sem á kayaka er trúlega einnig að róa víðs vegar í sumarleyfum, þótt ekki sé það í tengslum við starf klúbba.
Nokkrir úr hópi "sérsveitar"ræðara hafa nú fengið hina lipru Romany báta, sumir sérstaklega fyrir eiginkonur sínar. Frést hefur af þeim víða einum með spúsum sínum og spurningin er hvort þeir hafa misskilið eitthvað hið erlenda heiti bátanna?