Kolgrafarfjörður 23.júlí

22 júl 2011 11:22 #1 by Páll R
Jæja, það dregur til tíðinda!
Þrír hafa hætt við, þeir Össur, Einar Sveinn og Sævar.
Örlygur, Stefán Snorri og Gísli eru gallharðir.
Örlygur ætlar á staðinn í dag sér til ánægju og yndisauka. Gísli mætir á laugardagsmorgun. Sjálfur er ég ekki viss hvort ég fer í kvöld eða fyrramálið. Sama má segja um Stefán Snorra.

Semsagt fámennt og góðmennt!

sjáumst
Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2011 04:48 #2 by StefanSnorri
Ég get komið á eigin bíl en myndi þiggja að fljóta með ef einhver er með laust pláss fyrir mig og bátinn.

Kv. SSS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2011 19:35 - 21 júl 2011 22:10 #3 by Sævar H.
Spá mín um að taka þátt gengur því miður ekki eftir. Erlendir gestir yfirtaka hjá mér laugardaginn-alveg óvænt. Ég held að óhætt sé að hlusta eftir því sem Hildibrandur segir um sunnanáttina þarna. Ég segji góða ferð. Það gengur bara betur næst hjá mér...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2011 17:16 #4 by Páll R
Nei 19:30 er mæting í félagsróðurinn! Þetta er ennþá vitlaust undir "Klúbburinn" á síðunni.

Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2011 15:44 #5 by Páll R
Sælir félagar,

það er rétt að skerpa aðeins á ykkur. Enn hefur enginn ykkar "ofurhuganna" bakkað með þátttökuna, þótt ekki verði logn og sólskin.
Spjallaði aðeins við Hildibrand í Bjarnarhöfn áðan. Hann vill meina að SA-áttin um helgina verði ekki varasöm, hugsanlega gæti verið strengur út Hraunsvíkina. Ég reikna því enn með að fara þessa ferð, nema veðurhorfur versni.
Ég áætla að vera mættur við spennistöðina, skammt innan við félagsheimilið Skjöld (vinstra megin vegar á leið til Stykkishólms)um kl 10 á laugardagsmorgni. Reikna má með um 1 klst að koma einum/tveimur bíl(um) í Kolgrafafjörð og/eða að Setbergi, og síðan annarri klst til þess að ferðbúast.

Ég ætla að mæta í félagsróður í kvöld (kl. 18:30, er það ekki tíminn).
Sjáumst sem flestir þar,

kveðja/Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2011 13:58 #6 by Páll R
Býð nýja þátttakendur velkomna.
Ég fékk nú hland fyrir hjartað er ég leit veðurþáttaspá veðurstofunnar fyrir laugardaginn í gærkvöldi, þar sem spáð var sunnan 12-14 m/sek. Dauðsé eftir þessari seinkun, frá 21. til 23. júlí, sem ég ákvað í góðri meiningu. En veðurspár þetta langt fram í tímann eru nú nokkuð óvissar, svo ekki er öll nótt úti enn.

Sævari þakka ég fyrir fróðlegar upplýsingar, sem krydda auðvitað ferðina. Ég held að ekki sé mikið meira að hafa úr árbókum Ferðafélagsins frá 1986 og 1989, en það sem Sævar hefur af áhuga og eljusemi slegið inn á þráðinn.

kveðja/Páll R

P.S. Lengi vel ritaði ég Kolgöf í eintölu er ég fjallaði um fjörðinn, en tók seinna eftir því að um er að ræða "kolgrafir" í fleirtölu, og þar með í nafni fjarðarins og allra annara örnefna á þessum slóðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2011 13:22 - 20 júl 2011 09:24 #7 by Sævar H.
Þetta er mjög spennandi róðrarferð sem Páll R. er búinn að skipuleggja. Áætlað er að leggja upp frá Hofstaðavogi sem er á Þórsnesi skammt sunnan við Stykkishólm og því tengd Breiðafjarðar eyjasvæðinu.

Ég réri síðast á þessum slóðum þegar Gísli H.F, hringróðrarkappi lagði upp frá Akureyjum til Stykkishólms-ég réri frá Hólminum mótst við kappann.

Fyrir vesturenda Hofstaðavogs er Purkey. Eyjan hét áður Svíney en sjómönnum var illa við allt sem nefnt var eftir svínum vegna ótta við illhveli sem tengist nafninu. Nafninu var því breytt í Purkey , þetta nafn er viða að finna um Breiðafjörð og Vestfirðina og ástæðan er sú sama.

Og stefna fararstjóra er sett á Bjarnarhöfn (Kumbaravog)í þessum fyrsta áfanga ferðar.

Bjarnarhöfn:

Þoleifur Þorleifsson. (1801-1877). Hann var einn allra merkasti maður á Snæfellsnesi á nítjándu öldinni .
Hann bjó á Bjarnarhöfn.
Þorleifur var smáskammtalæknir og varð héraðslæknir. Hann var gæddur miklum hæfileikum; hann þótti mjög heppinnn læknir, aflasæll formaður, mikil skytta og dugandi bóndi. En það allra merkilegasta í fari hans var þó fjarsýnisgáfan.

Margar sögur fara af því hvernig hann gat nýtt sér þennan hæfileika sinn til lækninga, sagt var að hann gæti séð það á fólki hverjir áttu von og hverjir ekki.

Nú er Bjarnarhöfn þekkt fyrir afbragðagóðan hákarl verkaðan af Hildibrandi ,bónda.

Kumbaravogur

þar sem Páll ætlar að láta okkur fyrirberast fystu nóttina er m.a merkilegur sem gamall verslunarstaður.
Enskir kaupmenn komu frá Cumberland til að versla í Kumbaravogi í Bjarnarhöfn snemma á öldum. Þangað komu líka Hansakaupmenn og hollenskir og danskir kaupmenn.

Og næsta dag er ætlunin að róa inn í Kolgrafafjörð sem er vestan við Bjarnarhafnarfjall.

En það á að hafa viðkomu í Akureyjum sem eru skammt norðan við Bjarnarhöfn.
Þar var verstaða fyrir 1700 og síðan heimræði. Lúðvík Kristjánsson segir í Sjávarháttum að þaðan sé elsti bátur með breiðfirsku lagi sem varðveist hefur, jafnvel annað elsta skip í landinu og heitir það BLIKI.

Skeley er sunnan við Bæjarvog í Akureyjum. Hún er mun minni en aðaleyjan en þar voru lítilsháttar slægjur og um 1700 eru í Skeley tvær hjáleigur eða búðir og höfðu áður verið fleiri. Í annarri búðinni bjó árið 1702 enginn annar en Árni sá Ólafsson sem áður var í Arnarbotni í Helgafellssveit og kunnastur er af þjóðsögunni "Skyldu bátar mínir róa í dag".

Og frá Akureyjum ætlar Páll að halda inn Kolgrafafjörðinn. Fjörðurinn er kenndur við landnámsbæinn Kolgrafir, sem eru sunnan við brúna yfir fjörðinn -að austan.

Hraunsfjörður gengur innúr Kolgrafafirði í austur. Norðanmegin við hann er Breserkjaeyraroddi í framhaldi Bjarnarhafnarfjalls.

Á eyraroddanum hélt Þorleifur læknir á Bjarnarhöfn ,spítala. Síðustu sjúkningar þar voru tveir gamlir karlar.
Þeir höfðu sér það til dundurs að róa til fiskjar á góðviðrisdögum. Góð spítalavist það.

Og nú er ég að spá í að taka þátt í kayakferðinni hans Palla R. a.m.k að Kolgröfum...

Eins og er er veðurútlit heldur í lakaralagi en það getur allt breyst til batnaðar fyrir helgi - vonum það

Þetta er svona smá fróðleikur um svæðið væntanlegum ræðurum til skemmtunnar. :P

Akureyjar og Bjarnarhafnarfjall í baksýn
(myndin er fengin að láni af netinu)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2011 10:25 #8 by StefanSnorri
Ég reikna fastlega með að fara í þessa ferð.

Kv. Stefán Snorri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2011 17:47 #9 by Páll R
Þetta er flott. Ef Gísli HF væri enn sá eini sem gefið hefði fyrirheit um mætingu, hefði ég sagt "mjór er mikils vísir". Nú hafa tveir stæðilegir til viðbótar meldað sig, svo það á ekki lengur við.

kv/Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2011 00:02 - 15 júl 2011 01:01 #10 by Einar Sveinn
Ég stefni einnig á mætingu í ferðina,

Kv
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2011 23:29 #11 by Össur I
Ég stefni einnig á að vera með í þessari ferð....

Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2011 22:20 #12 by Gíslihf
Ég stefni á að vera með um þessa helgi.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2011 22:36 - 12 júl 2011 22:51 #13 by Gunni
Lýsing á ferð þann 23-26 júlí er núna komin á korkinn (sjá hér ). Palli R. hefur lagt mikið í undirbúing þessarar ferðar, vísiterað bændur og búalið auk þess hefur heyrst að rannsóknarleiðangur Hafró hafi eingöngu snúist um þessa ferð. :lol:

Þið megið endilega lýsa skoðun ykkar og áhuga (sem öruglega er mikill) hér á korkinum. Sérstaklega þurfum við að vita um hversu marga daga þið hafið í þetta til að hægt sé að skipulega staðsetningu bíla við endastöð áfanga.
Auðvita er erfitt að ákveða fyrirfram án þess að sjá veðurspánna en með fyrirvara um veður látið endilega í ykkur "heyra" hér á korkinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum