Breiðafjarðarferðin

14 ágú 2011 23:24 #1 by Guðni Páll
Ég vill bara þakka fyrir mig og það var frábært að kynnast þessu frábæra fólki sem var mætt þarna og þakka ég róðrarstjórum og öllum sem komu að þessu. Hápunktur á mínu kayaksumri alveg klárt mál.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2011 20:56 - 28 des 2011 17:15 #2 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Flott ferð. Róðarsvæðið um stíða strauma sem þurfti sterka stjórn. Við eigum framúrskarandi farastjóra í Reyni Tómasi og róðarstjóra í Magga. Hvorru tveggja nauðsynlegt í stórum hóp ræðara. Met þátttaka í þessari ferð, 38 manns. Breiðafjarðarferð á kayak er hápunktur kayak ársins í mínum huga.

Strax farinn að hlakka til næsta árs, hvaða svæði skildi Reynir leiða okkur um að ári.

Hér eru mínar myndir:
Picasa Web Album

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2011 17:22 - 14 ágú 2011 17:28 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Ég er áður búinn að setja póst eftir þessa ferð og þakka fyrir okkur Lilju. Hér eru nokkrar myndir:
picasaweb.google.com/gislihf/M201108Oxne...Gv1sRgCInOye2FysfYTQ
Þar af er ein mynd tekin í blíðunni við Gvendareyjar, nokkrum mínútum áður en Lilja fór á kaf í Brattastraumi. Ég tók eðlilega ekki myndir af þeirri atburðarás, en okkur þætti skemmtilegt og lærdómsríkt ef einhver gæti sýnt okkur myndir af þeirri félagabjörgun. Það má alveg sýna þær hér á Korkinum því allir vita að við dettum, þegar við lærum að ganga og göngum áður en við hlaupum og þetta er eðlilegur hluti af kæjaksportinu.
Lilju finnst að þeir sem þarna voru að verki undir stjórn Gunnar Inga, eigi hrós skilið fyrir fumlaus vinnubrögð og hún var fullkomlega örugg í þessum félagsskap - að ónefndum Lárusi og Guðna Páli sem aðstoðuðu seinni daginn, enda var veður verra en ég (GHF) hafði lofaði henni!

Kveðja, Gísli og Lilja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2011 22:45 - 08 ágú 2011 22:46 #4 by hafthor
Replied by hafthor on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Við þökkum kærlega fyrir stórkostlega ferð og frábæra leiðsögn og stjórnun. Það er stórkostlegt, finnst okkur, að fá tækifæri til að taka þátt í svona ferð, upplifa svona margt og finnast maður vera öruggur í góðum félagsskap.
Bestu kveðjur
Gerða og Hafþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2011 22:21 - 08 ágú 2011 22:22 #5 by Össur I
Replied by Össur I on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Langar einnig að koma á framfæri þakklætis til Reynirs og Gunna ásamt annarra sem skipulögðu og stóðu að þessari frábæru ferð.
Það er meira en að segja það að halda utanum 38 manna hóp :)
Hef ekki áður komist með í overnattings ferð en ef þetta er ekki lífið....snilld
Takk fyrir mig

Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2011 22:02 #6 by gsk
Replied by gsk on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Tek undir með þeim félögum hér að ofan og þakka góða skemmtun.

Breiðafjarðarferðirnar standa alltaf fyrir sínu.

Þakkir,
Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2011 21:20 - 15 ágú 2011 15:51 #7 by Sævar H.
Takk fyrir þessa frábæru róðrarferð um eyjarnar sunnan Breiðasunds.
Veðrið gekk að mestu eftir spánni en fyrir hádegi á sunnudag færði vindstrengurinn sig óvænt sunnar í Hvammsfjörðinn og veitti okkur eftiminnilegan róður með smá straumívafi á móti við Suðurey.
Allir stóðu sig mjög vel.

Þrautþjálfaðir ræðarar sáu um að halda utanum hópinn - skipti það sköpum.

En aldrei sáum við Brattastraum í sínum mesta ham-en ljúfur róður yfir hann að fara á háflóðinu á hádegi á laugardag er eftiminnanlegur.

Ég set hér inn tvær myndir af Brattastraumi á fjöru og á háflóði. Reyni Tómasi Geirssyni er þökkuð vel undirbúin og skipuleg ferð.

Það skipulag og undirbúningur kom síðan til framkvæmda hjá Magga S,róðrarstjóra og nokkrum þrautþjálfuðum kayakræðurum- með sóma.

Róið yfir Brattastraum í ferðinni
.


Brattistraumur nálægt fjöru .
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2011 20:44 #8 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Við Hildur þökkum fyrir okkur. Frábær ferð í Breiðafjörðinn eins og alltaf. Myndirnar sem við tókum er að finna á picasaweb.google.com/sjokayak/20110807BreiAfjorUr#

kv
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2011 20:24 - 08 ágú 2011 20:26 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Við hjónin þökkum fyrir góða og eftirminnilega ferð og Lilja þakkar sérstaklega góðan og öruggan stuðning á sjó.

Sjálfur man ég ekki í fljótu bragði eftir jafn kargaþýfðri leið á "klósettið", enda ekki hægt annað en að fara hálfa þingmannaleið þegar 30-40 manna hópur dvelur SV við mann í þvílíkum NA "lognstreng".

Það kom skemmtilega á óvart að flóð og fjara skyldu vera á réttum tíma, á þessum tímum þegar engu er treystandi, en straumurinn bar okkur hálfa leið til baka og ferðahraðinn varð mikill.

Kveðjur,
Lilja og Gísli H F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2011 23:05 #10 by Össur I
Replied by Össur I on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Reikna með að komast með :)
Er búinn að melda mér far með Einari Sveini og áætlum við að leggja af stað árla á laugardagsmorgun með Pointarana okkar
Sjáumst að Ósi

Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2011 20:41 - 05 ágú 2011 12:46 #11 by Sævar H.
Það er núna allt útlit fyrir að hið besta róðrarveður verði bæði á laugardag og sunnudag. Ég hef ákveðið að mæta á staðinn uppúr kl 21 í kvöld-föstudag B)

Fararstjórinn ætlar með hópinn m.a sundið milli Brokeyjar og Norðureyjar-á sunnudag. :P

Brokey og Norðurey

.

Þarna var fyrsta tæknivædda "stóriðjan" með vatnsvirkjun. Í sundinu milli Brokeyjar og Norðureyjar var á 19.öld byggð kornmylla sem knúin var með sjávarfallastraumum.

Bóndinn í Brokey malaði korn fyrir sig og sveitunga sína. Rústir hennar eru þarna ennþá Skammt þar fyrir ofan er hinn besti vatnsbrunnur. :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2011 20:15 #12 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Það er rétt að minna fólk á að vatn verður að taka með sér út. Ekkert vatn að hafa í eyjunum.

Eins minnum við á að við ætlum að hittast að Ósi á föstudeginum en ekki í Hólminum eins og upphaflega var tilkynnt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2011 19:04 #13 by Reynir Tómas Geirsson
Leitt að Þorsteinn kemst ekki, en mikið yrði gaman að hafa þig með í för, Sævar. Takk fyrir mynd og kort.

Kveðja, Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2011 11:43 - 04 ágú 2011 15:48 #14 by Sævar H.
Ég hef verið að velta fyrir þátttöku í þessari ferð. Hún hefur verið skipulögð sem allra ræðaraferð-að mér finnst. Tiltölulega stuttar dagleiðir milli margra eyja. Sjálfur hef ekki róið mikið að undanförnu-en fór í ágætan reynsluróður um helgina. Réri um 11 km án hvíldar í tæpa tvo tíma-var ánægður með útkomuna.

En á tveggja daga róðrarferð leikur veðrið stórt hlutverk. Veðurútlit fyrir laugardaginn á róðrarleiðinni er talsverður vindur NA átt eða um 7-9 m/sek. Það segir þó ekki allt um sjólagið.

Leiðin á laugardag liggur í miklu skjóli af Brokeyjar og Öxneyjarklasanum í NA áttinni.

Undir miðnætti á að lægja og á sunnudeginum verður ágætt veður og golan í bakið á heimleiðinni og með einhverjum smá straum. Heiðskýrt og glampandi sól

Áð í Gvendareyjum sumarið 2005

.

Ós undir Eyrarfjalli í baksýn

Leiðin að Gvendareyjum
.
Svæðið er mikið smáeyjasvæði og að baki stóreyjar sem umlykja leiðina og veita mikið skjól...
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2011 10:33 #15 by Þorsteinn
Kemst því miður ekki með. Saknaðarkveðjur.
Þorsteinn Jóns

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum