Viðburðarík vika kayakkúbbsins að baki, BCU æfingar, félagsróður sjósundgæsla og Surf-ferð í Þorlákshöfn. Í félagsróður mættu 33 ræðarar í þessu fína veðri. Róið var suður fyrir Viðey og tekið nestispása við friðarsúlna. Fengum heimsókn frá vélknúnum farartækjum sem þeystu um fjöruna. Á heimleiðinni stjórnaði Gunnar Ingi skemmtilegum leik "Skjöldur og Óvinur" sem reyndi á áratæknifærni. Einnig bauð hitastig sjávar upp á þægilegar félagabjarganir fyrir þá sem vildu. Fallegt var sólarlagið í baksýnisspeglinum á heimleiðinni.