Skírteinið var að koma í hús til mín og er jafn flott og 2009.
Afsláttaraðilar eru ekki prentaðir á spjaldið og gefur það stjórn meiri sveigjanleika til að semja á tímabilinu.
Sögulegar sættir!
Eitt er þó svolítið fyndið, en það er ritháttur á nafni klúbbsins og vefslóðar:
Kayjakklúbburinn.
Þarna virðst hafa tekist sögulegar sættir milli þeirra sem vilja skrifa
kayak eins og í ensku og þeirra sem taka
kajak eins og í dönsku fram yfir - og er bæði y og j notað.
Opinberir aðilar í "réttri íslensku" hafa valið dönsku gerðina og það kemur því fram í orðabókum sbr t.d.
vefir.hi.is/malfarsbankinn/?p=7673
og t.d. í Mbl. Vandamálið er hins vegar það að orðið er ekki íslenskt og fellur ekki að beygingu annarra orða. Það væri betra ef orðið endaði á -i og beygðist þá eins og t.d. ísjaki.
Ég mundi hins vegar kunna vel við að skrifa "kæjak" eins og við berum það fram og ef -i væri bætt við þá yrði beygingin eðlilega kæjaki -a -a -a og í ft. kæjakar -a -kæjökum -a .
Með greini væri það þá:
kæjakinn-kæjakann-kæjakanum-kæjakans og
kæjakarnir-kæjakana-kæjökunum-kæjakanna
Svo eru húkeipur, plastkeipur og trefjakeipur auðvitað fín orð!
Sjáum hér algengt dæmi um þessa málnotkun:
Inúítinn fór á keip sínum og veiddi kóp, en þegar að landi kom sat hann fastur við sinn keip og át kópinn sjálfur.
Kv. GHF.