Re: Marraþon

24 ágú 2011 10:38 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Marraþon
Hér er tæpt á eldheitu deilumáli. Þessi ákvörðun, um að Rapier væri keppnisbátur en Inuk sjóbátur, var tekin í ljósi þess að við lítum svo á að Rapier hafi verið sérhannaður til hraðróðurs og engan þekki ég sem hefur lagt af stað í sjóleiðangur á Rapier-bát. Svo er það aftur spurning hvort hinn afar hraðskreiði Inuk eigi ekki frekar heima í flokki keppnisbáta en sjóbáta en þeirri spurningu verður ekki svarað fyrr en í vetur þegar reynslan af keppnisreglununum verður metin á fundi keppnisnefndar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2011 22:50 #2 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Marraþon
Afhverju fellur Valley Rapier ekki í sama flokk og Inukinn?
Rapier er með hólfum aftan og framan, svunta etc?

Ég bara spyr þar sem ég ætla að keppa á einum slíkum B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2011 18:29 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Marraþon
Nú þykir mér tíra á tíkarskottinu! Hugsanlega neyðist ég að þessu sinni til að róa bæði með hægri hönd og þeirri vinstri. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að ég reynslurói annarri bátstegund en Valley Nordkapp. Alea iacta est.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2011 15:46 - 23 ágú 2011 15:47 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Marraþon
Það þrengir enn að núverandi meistara í ljósi nýjustu fregna sem eru þær að undirr. keppir á Inúk. Og skal því harma hefnt frá síðasta þoni þá er Rúnar beit í dísætan gullpening að mér sjáandi, án þess að ég fengi nokkuð að gert, bugaður af skömm með rauðþrútna hvarma. En nú líður að nýrri hólmgöngu.

Er hér atgeirinn og verðu þig maðr. :evil: :evil:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2011 12:40 #5 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Marraþon
Hér stefnir í gríðarlegt kapp og það vel. Ég sjálfur, ósigraður Hvammsvíkurmeistari, ætla líka að mæta enda býst ég við lágmarksvindi upp á 14 m/s. Helst á móti.

Ekki þýðir annað en að halda sig við þá flokkaskiptingu sem ákveðin var snemmsumars. Til upprifjunar er flokkareglan birt hér:

Annars vegar: Keppnisbátar og brimskíði (þ.m.t. Rapier, Ocean X, Nelo og brimskíði)
Hins vegar: Ferðabátar (þ.m.t. Kirton Inuk enda var hann smíðaður sem hraðskreiður ferðabátur og hefðbundnir grænlenskir kayakar, að uppfylltum skilyrðum*)
Veitt verða verðlaun í báðum flokkum, þ.e. viðurkenningarpeningar. Bikarar í keppnum verða afhentir þeim sem eru fyrstir í mark, óháð bátaflokki.
Sá verður Íslandsmeistari sem fær flest heildarstig í Íslandsmeistarakeppninni. Ræðarar geta sem sagt orðið Íslandsmeistarar þótt þeir hafi aðeins keppt í flokki ferðabáta. Sem fyrr munu innbyrðis úrslit í Hvammsvíkurmaraþoni skera úr um hver sigrar, að því gefnu að keppendur verði með jafn mörg stig eftir maraþonið. Í maraþoninu er ekki tekið tillit til þess hvort viðkomandi var á keppnisbát eða ferðabát enda mikilvægt að menn geti skipt yfir í stöðugri bát ef þeim líst ekki á aðstæður fyrir keppnisbáta. Þeir sem keppt hafa á ferðabátum er einnig frjálst að skipta yfir í keppnisbáta.
*Til þess að hægt sé að samþykkja hefðbundinn grænlenskan kayak í keppnir Kayakklúbbsins, verður hann að vera með vatnsheld flotholt í stefni og skut sem eru tryggilega fest. Í alþjóðlegum reglum um sjókayakkeppnir er gjarnan ákvæði um að bátur sé með a.m.k. eitt vatnshelt hólf. Brimskíði uppfylla þá kröfu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2011 23:45 #6 by eymi
Re: Marraþon was created by eymi
Verður bátum skipt í flokka hér eins og í Reykjavíkurbikarnum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum