Maraþon - þátttaka - starfsmenn

26 ágú 2011 20:14 - 26 ágú 2011 20:16 #1 by Rúnar
Slaum thvi fostu ad raest verdur fra Hvammsvik kl. 10, stundvislega. Thatttokutilkynningar eru enn ad berast. Su nyjasta fra Islendingi busettum i Danmorku.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2011 14:53 #2 by Páll R
Ég geri ráð fyrir að mæta í keppnina. Mér líst vel á að hefja róðurinn í Hvammsvík.
Ég mun róa á mínum hæggenga Explorer HV sem fyrr. Verst að ekki skuli vera til Explorer HS (high speed).
Ég tek undir með Sævari að maraþonið er fyrir mér aðallega keppni við sjálfan mig, en reyni þó að hanga með hinum. Er ánægður ef ég næ þessu á 5 klukkustundum. Allt þar undir er bónus.

sjáumst
Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2011 13:54 #3 by Steini
Hefði gjarna viljað hjálpa til, hélt einhvern vegin að þetta væri fyrsta helgin í sept. eins og í denn.
Allavega eigið góðan dag og megi sá besti vinna!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2011 12:31 #4 by olafure
Ég stefni á að mæta, mæli með Hvammsvík - Geldingarnes. Smá vindur í bak á móti straumi út Hvalfjörð, það verður að vísu ekki mikill vindur en eitthvað. Fjara verður 11:30 að ég held sem þýðir að straumur verður með inn frá Kjalarnesi. Hvað segir fólk annars um þetta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2011 11:21 #5 by Rúnar
Hárrétt, Örlygur. Þetta er tilefni harðra deilna, vonandi þó ekki bræðravíga og blóðhefnda. Látum örlög Gísla Súrssonar (en faðir hans hét reyndar Þorbjörn) okkur að kenningu verða. En hvort er nú betra að róa á móti falli eða straumi? Ég hallast að hinu síðarnefnda, enda er ég búinn að skrifa frétt þess efnis á vefinn og allt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2011 11:17 #6 by Orsi
Tek undir hvert orð hvers manns sem opnað hefur munninn um málið. Því til viðbótar má nefna að verðugt væri að róa frá Hvammsvík í bæinn að þessu sinni, miðað við vindáttina.

Reikna með að hér sé eigi tæpt á eldheitu deilumáli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2011 09:43 - 26 ágú 2011 20:32 #7 by Sævar H.
Náttúrufarið til lofts og sjávar ætlar að verða Hvammsvíkur maraþoninu - mjög hagstætt að þessu sinni.

Mestu munar að það verður sjávarfallastraumur inn Hvalfjörðinn-hjá öllum keppendum-jafnt þeim fyrstu og þeim sem seinni verða.

Hvammsvíkur maraþonið er meira en bara keppni við þann fremsta-það er líka keppni við sjálfan sig og hin besta róðrarskemmtun.

Nú er bara að fjölmenna í þessa kayakhátíð ársins.

Sjáumst...í Hvammsvík í fyrramálið-laugardag 27.ágúst. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2011 10:39 - 24 ágú 2011 11:11 #8 by Rúnar
Hér með upplýsist að Pétur verður tímavörður og mótsstjóri Hvammsvíkurmaraþons.
Össur Imsland sér um öryggisgæslu úr landi. Hann sér um samskipti við björgunarsveitina og mun lesa keppendum öryggispistilinn áður en haldið verður út á hið ólgandi Norður-Atlantshaf.
Enn vantar þó a.m.k. einn tímavörð til viðbótar og aukamann í öryggisgæsluna. Veðurspá er sérlega hagstæð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2011 09:46 #9 by Rúnar
Hér með er auglýst eftir sjálfboðaliðum til að annast tímavörslu og brautargæslu í Hvammsvíkurmaraþoni. Við þurfum 2-4 í tímavörslu og a.m.k. tvo í brautargæslu úr landi, þ.e. til að fylgjast með keppendum úr landi, með sjónauka, og vera í sambandi við björgunarsveitarbátinn. Björgunarsveitin Kjölur sér um öryggisgæslu að venju.
Einnig minni ég keppendur á að það er betra fyrir okkur sem eldum kjötsúpuna og pöntum samlokurnar að fá að vita hversu margir ætla að keppa. Endilega látið vita ef þið eruð heit - það kostar ekkert að hætta við.
Ég minni einnig á að boðið er upp á liðakeppni og þarf þá hver og einn ekki að róa nema einn legg af þremur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum