Danski gesturinn okkar hún Carina var mjög sátt við túrinn sem henni fannst alveg frábær, hún bað fyrir góðar kveðjur til ykkar ræðara.
Hún var mjög hrifinn af þessum frábæru aðstæðum þar sem við höfum náttúruna svona nálægt borginni, aðeins öðrvísi en í höfninni i Kaupmannahöfn þar sem hún rær.
24 bátar sjósettir í fjörunni að vestan verðu í Geldingarnesinu í kvöld. Hæglætis norðan um 5m/s. Róðið sem leið lá vestur að Fjósaklettum og svo sundið þverað yfir að Þórsnesi á Viðey. Ein velta á miðri leið en því fljótt kippt í liðinn af vöskum sveinum. Við bryggjuna í Viðey þurfti einn ræðarinn nauðsynlega að snúa til baka vegna neyðarástands í vinnu og fóru tveir vaskir fylgdarsveinar með. 21 bátur héldu áfram og tókum við land við skálann góða í Viðeynni og aldrei þessu vant stálumst við inn og drukkum kaffið þar. 14 ræðarar ákváðu að halda áfram og róa norðurfyrir Viðeynna en 7 héldu sömu leið til baka. Nokkur alda var norðan við Viðeynna en ekkert sem neinum varð meint af. Flottur róður með góðum félögum......