Að loknu maraþoni

01 sep 2011 12:09 #1 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Að loknu maraþoni
Sælir allir.
Takk fyrir frábærar móttökur og skemmtilega keppni.
Keppnin var til fyrirmyndar í alla stadi og stoppin voru naudsynleg og gód.
Frábært med kjötsúpu fyrir svona íslending sem fær aldrei slíkt í útlöndum og kjötsúpa er uppáhald, nammi namm...
Nú er thetta adeins thridja árid mitt sem ég ræ kayak, en hef keppt thó nokkud :)
Svoköllud Sea Challange Fyn er eins og thetta keppni til sjós og thar eru Skær appelsinugul flögg sett upp vid "check points", thá er madur ekki í vafa um hvar stoppin eru:-)
Ég vona ad ég megi koma aftur og keppa med ykkur og thegar ég er stödd á landinu ef ég mætti koma med einhverjum út ad róa, thad væri frábært.
Sjálf hef ég adeins verid í svokölludum túrbát, sem er ekki sjókayak, en thad var frábært ad vera á surfski, thetta var nokkud stabíll bátur en dálítid thungur.
Thess vegna var ég komin med ansi slæmt tak í bakid thegar ég hætti :-(
Ef thid erud á leid um Danmörku, mun ég svo sannalega vilja fara med ykkur í ródrartúr.
Klúbburinn minn á mikid af bátum, sem eru frítt til afnota fyrir félagsmenn og thad má taka gesti med sér :-)
Ég mæti alveg örugglega i marathon ad ári og nú er bara ad æfa betur i surfski.
Kær kvedja Audur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2011 14:45 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Að loknu maraþoni
Hárrétt ábending. Þótt kort sé að finna á vef Kayakklúbbsins er miklu betra að menn fái kort í hendur. Keppnisnefnd mun bæta úr þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2011 13:36 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Að loknu maraþoni
Það er bagalegt þegar keppendur þekkja ekki róðrar leiðina-einkum þegar þeir eru í forystusæti. :(

Á fyrstu árum Hvammsvíkurmaraþonsins fengu allir keppendur plastað A4 kort af leiðinni þar sem áfangaleggirnir þrír voru vel skilgreindir og mörkin á hverjum stað.
Þetta nauðsynlega róðrarkort hefur dottið út sem keppnisgagn.
Úr þessu þarf að bæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2011 09:59 #4 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Að loknu maraþoni
Þakka líka fyrir góða keppni. Öryggismál til fyrirmyndar, veðrið hagstætt og skemmtileg leið B)
Það sem helst truflaði mig, og stal frá mér smá tíma, var leitin að stoppistöð tvö, enda að róa þetta í fyrsta skiptið :unsure:
Valley Rapier báturinn var helvíti góður, en þó náði ég nú ekki að hemja hann almennilega á lensinu milli Kjalarness og Brimness og var Örlygur þá fljótur að ná mér :huh:

Það er nokkuð ljóst að ég mun gera þetta aftur, og vil ég hvetja fleiri til að taka þátt næst. Það er fullt af öflugum ræðurum í Kayakklúbbnum sem færu létt með þetta... koma svo og vera með næst!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2011 07:50 #5 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re: Að loknu maraþoni
Sæl

Var að skella inn nokkrum myndum frá maraþoninu á laugardaginn.

Hjálparsveitarmenn fengu vélina um borð í bátinn og náðu nokkrum fínum myndum frá því sjónarhorni.

picasaweb.google.com/kayakklubbur/HvammsvikurmaraOn2011#

Kv.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2011 19:53 - 27 ágú 2011 20:13 #6 by Sævar H.
Glæsilegu maraþoni í kayakróðri er lokið. Örlygur sigraði í sínum flokki og fékk stóran bikar. Mikil þrekraun að róa 42 km úr Hvammsvík í Hvalfirði og í Geldinganes við sundin blá.
þessar glefsur eru settar inn til að svala fréttaþörf frá mótinu. Nokkrar myndir fylgja hér með. :P .

Við rásmarkið í Hvammsvík .

Örlygur sigurvegari við maraþonlok.


Bikarinn -sigurlaunin.
:)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum