Kleifarvatn 3. sept

04 sep 2011 10:52 - 04 sep 2011 14:35 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
SAS wrote:

Það mættu 26 ræðarar í róðurinn á Kleifarvatni á 25 bátum, mun fleiri en höfðu skráð sig. Yngsti ræðarinn var 6 ára.

Róið var réttsælis hringur og ströndinni nokkuð vel fylgt í rjóma blíðu, nema hvað Lambhaga var sleppt. Heildarróðrarlengd var 11,4 km

Þeir sem réru voru:
Eymi, Erna, Bjarki Páll
Kolla,Lárus
Sigrún, Gunnar Ingi
Hildur, Sveinn Axel
Jóna, Þórólfur
Þóra, Klara
Ólafía
Guðmundur
Sigurður
Einar Magnús
Össi
Sævar
Stefán
Þorsteinn
Perla
Þorbergur
Jónas
Óli Egils
Halldór Björns

Nokkrar myndir að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20110903Kleifarvatn#


Ekki gleyma Halldóri Björnssyni "gömlum" og öflugum ræðara sem er nú að koma inn aftur..

Sævar.H

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2011 10:21 - 04 sep 2011 10:40 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Það mættu 26 ræðarar í róðurinn á Kleifarvatni á 25 bátum, mun fleiri en höfðu skráð sig. Yngsti ræðarinn var 6 ára.

Róið var réttsælis hringur og ströndinni nokkuð vel fylgt í rjóma blíðu, nema hvað Lambhaga var sleppt. Heildarróðrarlengd var 11,4 km

Þeir sem réru voru:
Eymi, Erna, Bjarki Páll
Kolla,Lárus
Sigrún, Gunnar Ingi
Hildur, Sveinn Axel
Jóna, Þórólfur
Þóra, Klara
Ólafía
Guðmundur
Sigurður
Einar Magnús
Össi
Sævar
Stefán
Þorsteinn
Perla
Þorbergur
Jónas
Óli Egils
Halldór Björns

Nokkrar myndir að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20110903Kleifarvatn#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2011 09:22 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Hér koma fleiri myndir fá þessari góðu ferð á Kleifarvatn

picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5648429916874272482

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2011 22:15 #4 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2011 21:18 #5 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Hæ, takk fyrir daginn, ég er búinn að setja nokkrar myndir á netið slóðin er hér .

Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2011 19:38 - 03 sep 2011 19:45 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Kleifarvatn og umhverfi skartaði sínu fegursta þegar 25 ræðarahópur lagði upp í 11,5 km hringróður um vatnið.

Lagt var upp við norðurenda vatnsins undan Vatnshlið og róið með austurströndinni og allt að Hvömmum við syðsta enda Kleifarvatns.

Þar var höfð góð kaffi og spjallpása.




Því næst var róðið að Syðristapa og Innristapa.

Frá Innristapa var vatnið síðan þverað að bílageymslustað. Afar vel heppnuð kayakferð í úrvalshóp. Nokkuð jafnt kynjahlutfall .


Takk fyrir góðan dag á Kleifarvatni :)

Róið að Hvömmum
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2011 21:23 #7 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Ég stefni á að mæta.

Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2011 18:31 #8 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Ég ætla að mæta og hef laust pláss fyrir farþega og bát og síminn minn er 6944546 ef einhver vill mæla sér mót við mig fyrir morgunndaginn, ég verð að játa á mig að ég gaf ekki upp rétt númer í fyrra pósti mínum en hrærði saman gemsa og heimasímaúmerum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2011 15:18 - 02 sep 2011 15:23 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Það stefnir skrifstofufárviðri á morgun með 13 stiga hita, 2-3 m/s og léttskýjað. Munið eftir sólarvörninni :-)

Það eru 18 sem hafa tilkynnt þátttöku.

Endilega látið vita ef þið hafið pláss fyrir aukabát/farþega. Þeim sem vantar far, hafið samband við þá sem bjóða sig fram.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2011 10:32 - 03 sep 2011 01:20 #10 by annamaria
Replied by annamaria on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Hætt við.

Ég ætla að mæta í róður eftir ...langt .... hlé. VANTAR FAR frá Geldinganesi þar sem báturinn minn er. Hver getur boðið mér og báti far? sími 6186162. Anna María

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2011 07:41 #11 by Einar Sveinn
Ég ætlað að Mæta.
kv
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2011 21:45 #12 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Stefni á að mæta og hef laust pláss
sími 6944564

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2011 16:19 - 01 sep 2011 16:22 #13 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Fáeinir molar um Kleifarvatn og umhverfi:

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar.

Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli.

Vatnsborð þess hækkar og lækkar til skiptis á nokkurra ára fresti eða um fjóra metra. Þessar vatnsborðsbreytingar virðast fara eftir úrkomumagni en mikill fjallabálkur er austan megin við vatnið –snjóþungur á vetrum.

En í júní árið 2000 urðu miklir jarðskjálftar þarna við Kleifarvatnið og opnuðust sprungur í botni þess við lætin. Þá lækkaði allhressilega í vatninu og er það núna að ná meðalvatnshæð.

Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið í ormslíki,svart að lit.

Verulegur jarðhiti er syðst í vatninu og standa gufubólstrar þar upp. Einnig eru víða volgrur í vatninu sem gerir það varasamt yfirferðar á ís að vetri.

Sveifluháls liggur með endilöngu Kleifarvatni að vestan .
Sveifluháls byggðist upp í sprungugosum undir ís en náði aldrei gegnum ísinn. Þetta eru því móbergsfjöll.

En að austan er Vatnshlíð suður undir mitt vatn en þá tekur Hvammahraun við. Hvammahraun er runnið frá Eldborgum í Brennisteinsfjöllum.

Þegar Hvammahrauni sleppir og nokkuð frá vatninu er velgróin fjallsbrekka sem er nokkuð merkileg. Hún heitir Gullbringa og dregur heil sýsla nafn sitt af henni- Gullbringusýsla.

Uppaf suðurenda vatnsins eru nokkur timburhús sem skátar úr Hafnarfirði hafa nýtt við skátastarf í marga áratugi.

Tveir stapar ganga út í vatnið að vestanverðu. Syðristapi fyrir miðju vatni en norðar er Innristapi með Stefánshöfða.

Stefánshöfði heitir eftir Stefáni Stefánssyni (Stebba guide, 1874-1944) Stefán setti fram þá ósk að ösku hans yrði dreift yfir vatnið að honum látnum. Öskunni var dreift frá Innristapa þar sem nú heitir Stefánshöfði.

Svo er bara að róa um Kleifarvatnið og virða herlegheitin fyrir sér. :)

(heimildir: FÍ 1984,Landið þitt Ísland og fl.)

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2011 22:33 #14 by totimatt
Replied by totimatt on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Við Jóna stefnum á að mæta, Þórólfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2011 18:20 #15 by Óli Egils
Replied by Óli Egils on topic Re: Kleifarvatn 3. sept
Stefni á að mæta fyrst þetta er flott Seayak svæði :)
Óli Egils

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum