Tour de Gudenå

13 sep 2011 20:06 #1 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Tour de Gudenå
Ég vona ad thetta vidtal í Morgunbladinu verdi jákvætt gagnvart klúbbnum og kayaksportinu á Islandi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 sep 2011 10:10 - 13 sep 2011 20:19 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Tour de Gudenå
Og nú er Morgunblaðið með viðtal við Auði Rafnsdóttur ,kayakræðara í blaðinu í dag 13.sept.2011.

Við kayakræðarar (og raunar landsmenn) getum verið ánægð með frammistöðu hennar i þessari stærstu kayakkeppni á Norðurlöndum.

Þetta er lyftistöng fyrir kayaksportið hjá okkur og ekki síst mikill hvati fyrir konur að gefa þessu afburða skemmtilega sporti meiri athygi--og þátttöku.
:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2011 07:09 #3 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Tour de Gudenå
æ æ kann ekki ad leggja mynd inn hérna.
En thad er mikid af myndum á
www.ibry.dk/?page_id=2406

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2011 07:06 #4 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Tour de Gudenå
Fann thessa mynd sem tekinn er thegar vid erum vid Langá :) Hægt ad sjá ad hér er threytt fólk á ferdinni :).
Vona ad myndin komi med

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2011 20:32 #5 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Tour de Gudenå
Sæll Sævar og takk .
Takk líka fyrir ad sýna keppninni minni svona mikin áhuga.
Thetta gekk vonum framar enda vedrid eins gott og á getur verid kosid.
Vid nádum ad róa thessa 120 km á 9 tímum 37 min, thrátt fyrir ad ad gömul álagsmeidsli í öxlinni tóku sig upp, thegar 60 km voru eftir :unsure: .
Vid lágum eiginlega ágætlega nádum 9 sæti út af 14. Thad voru 6 bátar sem lágu ansi thétt saman.
Eins og ég nefndi, thá er thetta ein stærsta kajakkeppni á Nrodurlöndum.
Thad voru 587 sem voru skrádir til keppni og 540 komust í mark.
Fylkir Sævarson nádi ödru sæti, en í gær var hann í fyrsta sæti ásamt theim sem vann.
Hann var svo óheppinn í morgun thegar ad hann var kominn 30 m frá starti thá slitnadi snúran í "róinu" (veit ekki hvad thad heitir á íslensku). Hann thurfti ad snúa vid og festa snúrina ádur en hann helt áfram. En hann var mjög sáttur, ends stód hann sig frábærlega.
Nú held ég ad ég ætli ad fara snemma í bólid og hvila mig. Mig verkjar eiginlega um allan líkaman :(
Frábært thú skildir geta fylgst svona vel med í dag Sævar og mikid thykir mér vænt um thad sem thú hefur skrifad.
Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2011 09:48 - 12 sep 2011 09:54 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Tour de Gudenå
Sunnudagur 11.sept.

Og áfram heldur Tour de Gudena róðurinn.
Kl 5.50 (okkar tími)var róðrarhópurinn sem Auður tilheyrir-ræstur af stað í 72 km vegalengdina.
Nú þegar þetta er sett inn kl 9.30 hefur Auður róið 44,45 km á 4:07:00 .
Meðalhraði er 10.8 km/klst og mesti hraði 14,7 km/klst.
Nú er að lang mestu leyti róið á ám.
Væntanlega er einhver meðstraumur lengstan hluta leiðarinnar.

Auður á eftir að róa 27 km í markið í Randers..Meira síðar..

Kl. 10:35
Eftir 34 km róður frá Silkeborg til Tange var tekið 40 mín róðrarhlé.
Síðan tók við 24 km róður til Langá

Hópur Auðar er nú staddur í Langá eftir að að hafa lagt að baki um 58 km róður á 5:10: 24 klst. Og meðalhraðinn er 11,1 km /klst hjá Auði.

Í Langá er um 20 mín. róðrarhlé áður en lagt er á síðasta legginn sem er Langá- Randers 16 km. Meira síðar :)

Kl. 11.30

Nú á Auður eftir að róa 7 km til að ná markinu í Randers.
Að baki eru 65.1 km og róðrartíminn er 6:04:25 klst á meðalhraðanum 10.7 km/klst.

Kl 12.00.


Nú kl. 12 að okkar tíma kom Auður kayakræðari í mark í Randers.
Hún hefur lokið við 72 km kayakróður frá Silkeborg til Randers á tímanum 6:36:24. samkv. hennar tæki.Og meðalhraðinn er 10,8 km/klst.

Það var alveg ótrúlegt að geta fylgst með beint á Google korti, þegar hún kom í mark--á tölvunni heima hjá sér.Ótrúleg tækni í dag. ;)

Nú hefur Auður kayakræðari róið 120 km kappróður frá Skanderborg á tveimur dögum. Mikið afrek hjá okkar kayakkonu í Danaveldi.

Til hamingju Auður kayakræðari :)

.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2011 18:43 - 10 sep 2011 19:43 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Tour de Gudenå
Takk fyrir þetta , Auður.
Það var mjög skemmtilegt að fylgjast með róðrinum svona beint.
Þú ert alveg hörku ræðari.
Sennilega vinnur kvennaflokkur karlaflokkinn í næsta Hvammsvíkurmaraþoni-takir þú þátt...

En endilega hlaða rafhlöðuna í iphone - hún dugar allavega 45 km á morgun-af 72 km til Randers.

Við höldum áfram að fylgjast með þér-okkar kona í Danaveldi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2011 16:36 #8 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Tour de Gudenå
Kæru öll.
Takk fyrir greinagóða lýsingu Sævar:-).
Það hefur gengið vel í dag, veðrið hefur líka verið mjög gott:-).
Iphone varð straumlaus.
Það var 30 min hvild i Ry þar var hægt að fara i þurr föt og fá ad borda.
Öxlin er ansi aum og það er komid sár á rófubeinið, en ég er mjög sátt við daginn.
Eg veit ekki hvar vid stöndum, því þetta er fyrsta sinn sem kappbátar og túrbátar i sama flokk. Svo það verdur ekki verðlaunasæti:-).
Á morgun er róið 72 km til Randers:-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2011 10:12 - 10 sep 2011 21:22 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Tour de Gudenå
Nú hefur hún Auður lagt af stað í þennan mikla kayakróður. Þeir sem hafa Endomondo snjallsímaforritið geta fylgst með henni -hvernig miðar... spennandi og skemmtilegt :)



Mesti hraði hennar er 13 km/klst en meðalhraði 7 km/klst og búin að róa 4 km þegar þetta er sett inn.

Kl 1030 að okkar tíma hefur Auður róið 7 km á 8,4 km/klst meðalhraða- og 14,5 km/ klst mesta hraða. Hún er nú að róa í ána Tanning yfir í Mossö vatnið. Áin er um 4-5 km löng.

Hér hægt að sjá róðrarleiðina (kort Google map)
www.tourdegudenaa.dk/default.aspx

Eftir 20.08 km róður er tíminn þessi : 2.03 klst. Meðalhraði 9,8 km/klst. Mesti hraði 14,5 km/klst.

Nú er leiðin á ánni frá Mosse yfir í Gudersö .... :)

Eftir 28.85 km róður er Auður komin til Ry á tímanum 2.59.00 og á meðalhraða 9,7 km/klst. Í Ry virðist brautarstopp einhvern tíma...

Þegar þetta er sett in kl 13.50 (ísl tími)er Auður búin að róa 35 km af leiðinni á 3.50.00 klst (stopp í Ry innif. 15-20 mín) Hún er ný farin hjá fjallaklasanum mikla Himmelbjerget og er á Julsö. Eftir eru því um 13 km af róðri laugardagsins- en Silkeborg er markið í dag.

Núna kl 14.10 (ísl tími) hefur Auður lagt að baki 42 km (Hvammsvíkurmaraþon) Rauntími hennar að frádregnum stoppum er um 3:50:00 klst en með stoppi í Ry og 15 mín uppstillingarbið í Skanderborg er tíminn 4:29:00 . Og nú styttist í markið í Silkeborg .... :ohmy:

Eftir 45 km róður skammt sunnan Silkeborgar hættu sendingar frá Auði - sennilega rafmagnsleysi á tæki. Hún var þá á miðri Gudená ánni og á 12 km hraða... Bíðum frétta frá henni sjálfri.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2011 20:27 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Tour de Gudenå
Takk fyrir þetta, Auður. Það verður bæði spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þér og ykkur öllum. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2011 19:21 #11 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Tour de Gudenå
Takk Thóra og Sævar,
Ég hef endomondo med, bædi sem GPS og iPhone.
Finnst stundum GPS i iPhone ekki nógu sterkur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2011 09:42 #12 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Tour de Gudenå
Auður !
þar sem þú ert með Endomondo iphone forritið snjalla.
Getum við átt von á að horfa "online" á einhverja kafla á þessum mikla róðri þínum ? :P
Væntanlega getum við síðan séð alla róðrarleið þína að hverjum kafla loknum á þessu magnaða forriti okkar útivistar-sportara. :)

kveðja,Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2011 09:29 #13 by Þóra
Replied by Þóra on topic Re: Tour de Gudenå
Fylgist pottþétt með þessu, gangi þér sem allra best.
Kv Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2011 20:43 #14 by Audur
Replied by Audur on topic Re: Tour de Gudenå
Takk, ég skrifa eftir helgina.
Ætla bara ad róa lítinn túr á morgun og hvíla svo fyrir mótid.
I k2-mix eru thrjú sterk pör sem vid keppum vid.
I allt eru 13 kayakkar í okkar flokki. :)
Vedurspáin er ágæt, en eins og heima á Íslandi getur hún snögg breyst. Laugardagurinn er erfidastur, thad er yfir vötnin frá Skanderborg til Silkeborg. Thar er Mossø lengsta vatnid og oft leidindar vindkvidur thar.
Á seinni deginum er Tangsø erfidust, svo verdur thad meira og minna med strauminum nidur eftir Gudenå :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2011 15:30 #15 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Tour de Gudenå
Gaman að fá að fylgjast með þessu máli - takk fyrir að deila

kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum