Það viðraði vel inni á Sundum í dag-til róðra fyrir miðlungsræðara.
Logn var að mestu og örfín undiralda inn Flóann.
Ég fór á flot Leirvogsmegin og réri norðan við Geldinganesið .
Tók síðan stefnuna á vesturenda Viðeyjar.
Þungur aðfallsstraumur var á þeirri leið.
Þegar komið var fyrir vestur enda Viðeyjar var róið undan aðfallsstraumnum. Það munaði 1.5 km/klst á róðrarhraða.
Róðrinum lauk við Eiðið eftir um 12 km róður á um 2 klst. Engin landtaka á leiðinni.
Menn og konur fá því ekki mikla öldu í BCU æfingum í kvöld.... En góða skemmtun