Er þetta ekki skot yfir markið? Er þá skíðaiðkun afturhvarf til Snjómannsins ógurlega og svifflug þrá eftir því þegar maður var flugeðla og fjallganga leit að hæstu visku eða himni Guðs.
Mætti ekki alveg eins koma með eitthvað lágstemmdara en samt með boðskap milli línanna eins og:
"Markmið kayakferða er alltaf að komast í land aftur."
"Vel heppnuð velta endar alltaf ofansjávar."
"Kayakræðarar eru léttruglaðir."
Ég get ekki alveg þrætt fyrir þetta síðasta. Sjáum hvað er núna skrifað um Riaan í SA íþróttablað:
"That Manser has a number of wires that aren’t properly connected is well established: this is the man who told his girlfriend he was off to the shops for a loaf of bread, jumped on his bike, and came back two and half years later with 38 000 kilometres of the African continent’s perimeter behind him."
sport.iafrica.com/columns/dan_world/750826.html
Þarna kemur líka fram að Dan Skinstad er lögfræðingur og ég verð að segja að það kemur mér á óvart.
Eftir þetta set ég lögfræðingana í hærri hillu í bókaskápnum!
Kv. Gísli H. F.