Reykjaneshittingur hverjir ætla úr bænum?

15 sep 2011 08:59 #1 by Vallinemi
Var að velta fyrir mér hvort að einhver ætti far fyrir mig um helgina, en ég kemst ekki fyrr en um 1800 á föstudagskvöldið.

Endilega hafið samband ef einhver er með far í síma 8663522.

Valli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2011 18:18 #2 by SPerla
Þetta er óborganlegt, beið hálfpartin eftir því að sjá bílinn síga neðar og neðar ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2011 15:02 #3 by Gunni
Þóra, þú ættir að taka tvöfalt meira á hilux-inn en þessir og þá kemst allur hópurinn með þér :)

Kayak World Record Attempt

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2011 21:53 #4 by Guðni Páll
Var að tala við Jón í Reykjanesi og hann bað okkur um að láta sig vita, að þeir sem ætla að koma á föstudeginum eða föstudagskvöld. Vegna annars hóps sem er þarna á svipuðum tíma. En Endilega drífa sig að bóka gistingu sem fyrst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2011 12:26 - 07 sep 2011 12:27 #5 by Þóra
Var að skella inn gistipöntun og rétt slapp inn ;)

En þá eru það akstursmálin.
Hvernig er það, er ekki óþarfi að keyra með bílana sína hálf tóma þvert yfir landið. Var að spá í hvort einhver væri með pláss fyrir mig og bát.
Ég er svo sem líka til í keyra bílinn minn ef ég fæ farþega með mér þá er líka laust fyrir eitt stk bát.
Kv Þóra
thoraatl@hotmail.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2011 12:08 #6 by Guðni Páll
Það er að verða fullbókað á Reykjaneshittinginn. Ertu búin/n að panta? Síminn í R-nesi er 456-4844.



Lýsing Kayak padlling.

Sæfari hefur staðið fyrir vor og haust hitting í nokkur ár og eins og þeir vita sem hafa mætt er þetta samkoma misvannra kayakræðara sem skemmta sér og öðrum og kenna eða læra.

Reykjaneshittingur eru helgarsamkomur áhugafólks um kayakróður. Þar gefst vönum sem óvönum tækifæri til að spreyta sig, læra og miðla af þekkingu sinni í ótrúlega fallegri náttúru, fyrirmyndar aðstöðu og félagsskap skemmtilegs fólks. ......Falleg náttúran býður upp á róður innan um seli, lunda, óborganlegt fugla- og sjávarlíf auk þess sem rebbi er stundum sjáanlegur. Sundlaugin á Reykjanesi er stærsti "heiti potturinn" á landinu og kjörinn til æfinga á kayak. Gisting og aðstaða er til fyrirmyndar og ekki spillir verðið fyrir.

kveðja Sæfari

Það er verður hægt að leigja bát yfir helgina á 10.þúsund.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum