Er áhugi fyrir Sandvík um helginna?

15 sep 2011 22:02 - 16 sep 2011 08:44 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Brimreiðar-saga.
Fid. 15.09.'11 að kvöldi.

Þetta var farið að verða grunsamlegt, Páll R vildi ekki fara, Palli formaður hætti við og Eymi sem var að leggja af stað hringdi og spurði "hvernig líst þér á þetta?" Ég sá skilti vegagerðarinnar utan við borgina "Þrengsli 8 ". Voru þetta kannske ekki m/s heldur gömlu vindstigin? Það var slagviðri við Sandskeið og þoka og rok ofan við Litlu kaffistofuna.
Ég losnaði úr vinnu 16:15 vestur við HÍ, komst af stað úr bænum 17:15 og á sjó 18:15. Það var bara fínt veður við sandinn, um 6-8 m/s af SA og aldan var lítil við grjótgarðinn en stærri nær Hafinu Bláa. Sjórinn var einkennilega sléttur í víkinni við garðinn og það var lýsislykt af honum þar!

Við Eymi vorum að þvælast á sjó í klukkustund, tókum veltur "undir" öldur sem ætluðu að velta okkur hvort eð var o.fl. Eitt sinn endaði brun með brattri veltu hjá mér um 30 m frá fjöru og ekki tókst að velta upp - á hvorugan veginn vegna straumláta undir. Sem ég svamlaði við bát minn kom Eymi og bauðst til að bjarga mér af alkunnri greiðasemi sinni. Þegar ég reyndi að grípa í stefni hans seig ég niður í dal og snerti botn um leið og stefni hans reis um 2 m fyrir ofan mig. Við hættum þessar hættulegu björgun og ég hélt í stefnið á bát mínum sem dró mig að landi í rykkjum, um leið og öldurnar fóru yfir. Það er mikilvægt að halda sér ekki í skut, þá fyllist mannopið og báturinn fylgir þá öldunni á hennar hraða og skilur mann eftir eða fer illa með fingurna.

Sem sagt, góð og skemmtileg æfing eins og oftast nær.

Ég er þó haltur á öðrum fæti af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eftir þessa gönguferð á botninum.

Það má alveg spá í að fara aftur á morgun eða næstu daga
- en það þarf að skoða ölduspána, gæti orðið óviðráðanlegt.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2011 15:34 #2 by palli
Forsendur hafa breyst hjá mér til hins verra og nú sýnist mér ég ekki hafa það af að komast eftir vinnu í dag.

Er hins vegar laus eftir vinnu á morgun, jafnvel í fyrra fallinu. Hef þó ekki kíkt á veðurspá/ölduspá ennþá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2011 10:32 #3 by Gíslihf
Það líst mér vel á Palli-formaður.

Ég er bundinn til kl. 16:30 þannig að ég ætti að geta verið kominn í Þorlákshöfn kl. 18 eða fyrr.
Skilyrði virðast vera svipuð en þó heldur hagstæðara fyrir okkur þar en í Sandvík. Aldan kemur úr SV og beygir svo inn norður fyrir varnargarðinn þannig að þetta ætti að vera eitthvað minna en þau 5,5 fet sem spáð er á Magicseaweed.
Flóð er kl. 19:30.

Kveðja,
Gísli H. F. (gsm 822 0536)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2011 17:41 #4 by palli
Ég kemst eftir vinnu á morgun, fimmtudag ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2011 08:46 #5 by Gíslihf
Er einhver til í að fara í Sandvík eða Þorlákshöfn til æfinga í dag og/eða næstu daga?

Margir eru á leiðinni á Reykjaneshitting en þó ekki allir. Ég hef aðeins tíma eftir vinnu þannig að taka mætti góða klst. í öldunni fyrir kvöldmat í dag eða fid. og föd. og svo kæmi laugardagur síðdegis einnig til greina.
Á sunnudag ætla ég að slaka á fyrir BCU.

Tvær æfingar eru betri en ein!

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2011 09:29 #6 by maggi
það er smuga að gera þetta á miðvikudaginn kemur í Þorlákshöfn það er spáð 4ft öldu eða 1m ef menn geta mætt kl 17 þar væri hægt að taka fína æfingun .
Ég er alveg bókaður þessa helgi og líka með flensu þannig að ég fæ ekkert að sulla í bili .

kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2011 09:04 #7 by StefanSnorri
Ég gæti farið á morgun sunnudag og myndi þiggja far ef einhver er með laust pláss fyrir einn bát.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 sep 2011 17:03 #8 by palli
Er sömuleiðis alveg úr leik um helgina.

Væri til í að hætta snemma í vinnu í vikunni hins vegar þegar aðstæður eru efnilegar. Ekki veitir mér af að æfa mig aðeins í surfinu. Var bankaður hraustlega í síðasta assessmenti í Sandvík :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 sep 2011 16:37 #9 by Gíslihf
Ég er alveg upptekinn á morgun laugardag og svo einnig á mánudag og þriðjudag vegna vinnu+ skyndihj.

Hins vegar vantar mig eina brimæfingu í viðbót fyrir næsta BCU.
Hanga í og innan við brotin, láta sig velta og sjá hvernig gengur að koma upp á réttum kili á hvora hliðina sem er. Það er það sem þarf til að geta verið afslappaður við slíkar aðstæður.

Menn verða bara að nota þá tíma sem gefast - það er ekki um marga daga að ræða.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 sep 2011 13:30 #10 by Guðni Páll
Samkvæmt ölduspá þá er sandvík alveg dauð á morgun en þorlákshöfn er flott í fyrramálið. Þá er bara spurning hverjir hafa áhuga á þessu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2011 22:36 #11 by Össur I
Hef áhuga en kemst eingöngu á laugardaginn. Hvernig væri að þeir sem hefðu áhuga tækju félagsróðurinn þar. Segja mæting í Sandvík um 10:30
Hvernig leggst það i menn?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2011 14:24 #12 by Guðni Páll
Er áhugi fyrir Sandvík um helginna?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum