Nú hef ég ofmetið aðstæður í morgunsárið -ætlaði í róðurinn en var næsta vissum að farið yrði NV fyrir Viðey. Taldi ölduna of mikla-til ánægjuauka
- fór hinumegin framúr og lenti í 12 km göngu um uppsveit Hafnarfjarðar.
Góðar upplýsingar hjá þér Páll R varðandi örnefnin.
Í sambandi við Leiðhamra. Þeir eru eða voru þar sem malartakan er aðeins innan við Helgusker. Þar fyrir ofan var fyrsti vegurinn útá Kjalanes lagður og hét það að fara Kleifarnar sem voru í aðdraganda Leiðhamra. Það þótti glæfraleið og margir bílhræddir þar. Sú leið hvarf með malarnámunni. Sennilega er nafnið Leiðhamrar dregið af að þarna um var eina færa leiðin útá Kjalarnesið. Sjálfur fór ég þarna oft um með rútu á leið í Kjósina til ættingja...