Félagsróður 17.9.

17 sep 2011 16:11 - 17 sep 2011 18:28 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Félagsróður 17.9.
Nú hef ég ofmetið aðstæður í morgunsárið -ætlaði í róðurinn en var næsta vissum að farið yrði NV fyrir Viðey. Taldi ölduna of mikla-til ánægjuauka :( - fór hinumegin framúr og lenti í 12 km göngu um uppsveit Hafnarfjarðar. :laugh:

Góðar upplýsingar hjá þér Páll R varðandi örnefnin. :)

Í sambandi við Leiðhamra. Þeir eru eða voru þar sem malartakan er aðeins innan við Helgusker. Þar fyrir ofan var fyrsti vegurinn útá Kjalanes lagður og hét það að fara Kleifarnar sem voru í aðdraganda Leiðhamra. Það þótti glæfraleið og margir bílhræddir þar. Sú leið hvarf með malarnámunni. Sennilega er nafnið Leiðhamrar dregið af að þarna um var eina færa leiðin útá Kjalarnesið. Sjálfur fór ég þarna oft um með rútu á leið í Kjósina til ættingja...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 sep 2011 16:01 #2 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re: Félagsróður 17.9.
Já veðrið var hið ágætasta. Það urðu umræður um örnefni, og þótti Örlygi "Arnarhreiðrið" ekki gott, því síður "Bankaströndin". Hann þekkti hins vegar eldra og núverandi örnefni, Leiðhamrar.

Í blaði morgunsins var bent á opnun nýrrar örnefnasjár á vef Landmælinga Íslands (lmi.is) þar sem skoða má mikinn fjölda örnefna hvaðanæva af landinu og þysja inn óskað svæði þar sem allt að 58000 örnefni koma fram á undirliggjandi gerfihnattamyndum. Aðgengi að þessum upplýsingum var opnað í gær í tilefni "dags íslenskar náttúru". Gaman að skoða þetta!

Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 sep 2011 15:15 #3 by Orsi
Félagsróður 17.9. was created by Orsi
Það var félagsróður í morgun og í hann mættu 8 manns. Rérum út í Leiðhamra við norðanverðan Kollafjörðinn og áðum þar góða stund. Veðrið voða gott. Þessir réru:
Gummi B
Ingimundur
Kristinn
Hörður K.
Þórsteinn
Páll R
Hafþór
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum