Gámar - umgengni

19 sep 2011 17:55 #1 by gsk
Gámar - umgengni was created by gsk
Skemmti póstur dagsins.

Enn og aftur kom félagsmaður í dag að búnaðargámnum opnum.

Í dag fóru einhverjir að róa útfrá Geldinganesi og hafa nýtt sér eitthvað úr búnaðargámnum.

Tek fram að það voru ekki þeir sem voru á BCU námskeiðinu í dag þar sem þeir fóru ekkert inn í gáminn.

Þarf virkilega að segja fólki að það þarf að loka á eftir sér.

Það verður öllu stolið sem þarna er ef ekki er lokað.

Einnig mætti ég ágætum félaga okkar sem ætlaði að skila bátnum sínum í stæðið sitt eftir smá ferðalag.

Einhver var búinn að setja bát í hans stæði og endaði með að hann fór með sinn bát heim.

Bendi aðilum á að virða plássin. Ef einhverjum vantar pláss þá á viðkomandi að hafa samband við Palla formann. Það er engin undantekning frá þeirri reglu.

kv.,
Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum