Þóra kayakræðari í Mogga

28 sep 2011 20:01 #1 by Páll R
Ég þakka hughreystandi orð í minn garð, bræður.

Það er rétt hjá nafna að róðrartæknin ein gerir menn alls ekki að leiðangursstjórum og ég þykist vita að aðrir þættir skipti ekki minna máli.
Ef til vill var veður og alda í ár þannig að ekki bauðst upp á aðstæður þar sem klárlega skyldi hætta við, annað en í fyrra þar sem metið var til tekna að hverfa frá. Þetta verður alltaf háð mati á aðstæðum og getu ræðara.
En menn verða víst varkárari (hræddari) með aldrinum að sagt er, eða er ekki svo Sævar?

Það er annars vafalaust gagnlegt að ræða hinar ýmsu ábendingar sem þeir Simon og James komu með við hvern einstakan, hvort sem viðkomandi stóðst matið eða ekki. Væri gaman að heyra frá öðrum af því er fram líða stundir.

Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2011 19:10 #2 by Sævar H.
Mér sýnist Páll R. hafa staðist prófið með glæsibrag. Það er einmitt svona varkárni og mat á aðstæðum sem skiptir oft sköpum. Þetta hef ég stjörnulaus ræðari haft að lífsreglu. Það krefst ábyggilega mikillar og stöðugrar þjálfunnar að vera ávallt tilbúinn í þessar prófaðaðstæður. Farið því varlega..

Nú bíð ég eftir góðri ferð undir leiðsögn Páls R... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2011 17:42 #3 by palli
Allir sem ég hef talað við eru sammála um að það sýni ekki hæfni þína sem ræðari að hafa ekki klárað þetta í þetta skipti nafni.

Þeir BCU menn eru hins vegar grjótharðir og gefa ekki dropa eftir í matinu - eins gott að klikka ekki á smáatriðunum.

Eitt sem kom mér verulega á óvart þar var t.d. hvað þeir voru ósáttir við ef maður mat aðstæður þannig að þær væri ekki heppilegar fyrir hóp af 3 stjörnu ræðurum. Það hjálpaði okkur Eyma alla vega seinni daginn að maður fór með hópinn í allt sem þeir báðu um og helst soldið meira ... Eiginlega var maður ekki almennilega tilbúinn í prófið fyrr en maður var búinn að taka það :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2011 16:38 #4 by Páll R
Til hamingju Þóra og allir hinir sem komust í flokk "4 star leader" í síðustu viku.
Mér fannst reyndar svipurinn á þér Þóra eftir viðtalið við þá Simon og James í Kaffivagninum þannig að ég rangtúlkaði hann sem spælu.

Fyrir sjálfum mér virðist ekki eiga að liggja að verða hópstjóri með viðurkennda gráðu. Því miður get ég ekki kennt prófdómurunum um niðurstöðuna, -nema að einhverju leyti-, sko ekki alveg búinn að sættast við eigin takmarkanir! Svo virðist sem ég hafi ýmist verið of kærulaus eða varkár. Kærulaus við klettaskoru við Geldinganesið þar sem ég lenti í nokkrum öldudansi að óþörfu við veltursýninigar. Einnig var ég víst of varkár við brotin út af Seltjarnarnesi þar sem ég taldi möguleika á berum klettum í öldudölum.
Annað sem ég kunni ekki næg skil á var hvernig hentugast væri að tæma bát með opna fremri lestarlúgu. Þar voru félagar mínir snarir í snúningum og notuðu handdælur til tæmingar, en auðveldast þykir víst að velta bátnum á hliðina og hella þannig mesta sjónum úr og tæma svo að fullu með því að ná honum upp á eigið dekk eins og venjulega er gert. Um leið passaði ég ekki upp á að koma þeim sem hvolfdi úr sjónum sem fyrst, þ.e. upp á t.d dekk einhverra annarra.
Ég var auðvitað grútspældur yfir eigin frammistöðu og "flúði" erlendis um viku skeið daginn eftir. Ég ætla þó ekki að leggja kajakmennskuna á hilluna, og mun dóla um sundin blá í vetur eftir sem áður mér til skemmtunar og heilsubótar.

Enn og aftur til hamingju með árangurinn félagar!

Páll R.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2011 10:59 #5 by SPerla
Til hamingju Þóra, þú ert góð fyrirmynd fyrir okkur hinar sem ekki hafa stigið þetta skref enn. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2011 09:49 #6 by Þóra
Kærar þakkir fyrir hamingjuóskirnar félagar, ég er óttalega hamingjusöm þessa dagana :)

Í síðustu viku sem leið eignaðist klúbburinn sex nýja 4 stjörnu ræðara eða þá Palla formann, Gumma B, Össa, Gísla HF, Eyma og undirritaða. Þetta var frábært ævintýri sem ég hvet alla "konur og kalla" til að stefna á. Að verða sjálfbjarga á kayak og geta aðstoðað aðra.

Eygló, ég er ekki búin að gleyma ferðinni á pollinum, man samt að það var svo grunnt allan tímann að ég náði ekki að stinga árinni í sjóinn án þess að reka hana í botninn. Mundi þetta um leið og ég las greinina og vonaði að þú myndir fyrirgefa mér þessa gleymsku. Hvernig væri að láta sjá sig á sjó??

Kveðja Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2011 21:12 #7 by Eygló Ara
Til hamingju Þóra Atladóttir, Agureyrisingur ;). Ég tel það mér til tekna að hafa leyft henni að fara á kayak á Pollinum á Agureyris líklega árið 2004 eða 5, það hefur vonandi kveikt í henni ;) (meina áhugann sko).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2011 09:51 - 27 sep 2011 14:14 #8 by Sævar H.
Það er afbragðsgott viðtal við Þóru Atladóttur nýbakaðan fjögurrastjörnu kayakræða- í Mogganum í dag. Til hamingju með það ,Þóra :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum