29. sept.2011/GHF.
Matsdagur 19.9.2011 – Nál Kleópötru.
Páll R skrifar í öðrum spjallþræði: “
Það er annars vafalaust gagnlegt að ræða hinar ýmsu ábendingar sem þeir Simon og James komu með við hvern einstakan, hvort sem viðkomandi stóðst matið eða ekki. Væri gaman að heyra frá öðrum af því er fram líða stundir.”
Þetta BCU-mat er líkt munnlegu prófunum í gamla MR að maður gat verið heppinn eða óheppinn með efnið sem maður dró á eins konar lottómiða til að vera spurður út úr. Páll lenti í þeirri stöðu að verða ábyrgur fyrir að leysa úr atviki (incident), sem kennt er við “nál Kleópötru” en ekki er víst að við hin hefðum staðið okkur betur. Hann segir um þetta:
“
Annað sem ég kunni ekki næg skil á var hvernig hentugast væri að tæma bát með opna fremri lestarlúgu. Þar voru félagar mínir snarir í snúningum og notuðu handdælur til tæmingar, en auðveldast þykir víst að velta bátnum á hliðina og hella þannig mesta sjónum úr og tæma svo að fullu með því að ná honum upp á eigið dekk eins og venjulega er gert. Um leið passaði ég ekki upp á að koma þeim sem hvolfdi úr sjónum sem fyrst, þ.e. upp á t.d dekk einhverra annarra.”
Ég ætla nú að segja söguna af þessu atviki:
Eftir vel heppnaða sýningu á lendingu og sjósetningu og matarhlé, fórum við aftur á sjó norðan við mitt Geldinganes. Simon segir við Pál R á þessa leið – “þú er leader núna og ferð með hópinn vestur með nesinu, leyfum hópnum að róa án mikillar stýringar, en ef eitthvað kemur upp á átt þú að sjá til þess að málið verði leyst.” Við skulum kalla Símon C (coach), Örvar G (Guinea pig), Pál L (leader), mig M1 (í Mati no 1), Gumma M2, Rabba M3 og Pétur Hill M4.
L og M1 róa afslappað vestur með í þægilegri fjarlægð frá klettum, M1 M2 og M3 eru svolítið aftar og nær landi og þræða milli kletta en C og G eru komnir utar um 50-70 m frá og eitthvað að bralla saman. C er nær og skyggir á G en svo sér maður í hvítan botn eins og G sé að æfa hliðarlegu. Það gat ekki verið alvarlegt, með C við hlið sér! Við Páll – afsakið L og M1 hætta að róa og spá í hvað sé á seyði, en M3 sem var aftar er þegar kominn á fulla ferð í átt að fórnarlambinu G. C rær frá og nú sést að G er í sjónum og annar endi báts hans sokkinn. Ef svo heldur sem horfir mun hólfið fyllast og kayakinn standa á endann eins og nál upp í loft og þegar við komum nær sést að dekklúgan er horfin, trúlega komin í bát C!
M2, M3 og M4 eru komnir að bátnum á um hálfri mínútu og hefjast þegar handa af samhæfingu og öryggi. Ekkert amar að G sem er í þurrgalla í volgum haustsjó og hann heldur sér í eitt stefnið og bíður frekari fyrirmæla.
M2, M3 og M4 leggja bátunum samsíða þeim sökkvandi, toglínu er brugðið undir sökkvandi endann og lyft, tvær lensidælur eru virkjaðar jafnskjótt og lúgan kemur upp og G beðinn að leggjast á stefnið sitt til að gefa vægiskraft. Um þetta segir á hinni virtu fræðslusíðu:
www.atlantickayaktours.com/pages/expertc...scue-Skills-11.shtml
“if the swimmer's well being will not be compromised by immersion, then he can help to lift the flooded boat”
Samtímis er árafloti troðið inn og blásið upp. L og M1 sjá að allt gengur hratt og fumlaust fyrir sig og einbeita sér að því að leysa lúguvandann. Strap finnst bak við sæti L og plastpoki í daghólfi M1, önnur lausn hefði verið að nota Duct teipið. Plastpokinn er strappaður yfir lúguna og málinu lokið með venjulegri félagabjörgun. Allt hefur þetta tekið um 4-5 mín. og hópurinn er ánægður með að hafa með samstilltu átaki leyst vanda fumlaust sem er óleysanlegur fyrir einn og erfiður fyrir tvo.
Hvað var svo að þessu sem ætti að gefa mínus í BCU mati?
Þetta var dagur persónulegrar færni (skills), hópstjórn var aukaafurð og á þessum rólega legg er ekki víst að M3 hafi vitað að L átti að stjórna lausn á atvikum. M3 tók því frumkvæðið til að sýna persónulega færni og L sem sá að allir unnu sitt verk af öryggi greip ekki inn í heldur fylgdist með á hliðarlínu eins og góður leiðtogi gerir.
Hópurinn gerði þau “mistök” að vinna saman sem einn maður í stað þess að leika óttaslegna 3* ræðara og einn kaldan í sjónum og L að taka ekki völdin og stjórna hátt og skýrt á ensku.
Niðurstaða mín er að L gerði ekki mistök en hann fékk ekki tækifæri til að sanna sig.
Meira um annað atvik í næstu færslu.