Bókaútgáfan

11 okt 2011 15:35 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Bókaútgáfan
Jólagjafalistinn í ár er óvenju snemma á ferðinni :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 okt 2011 15:25 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Bókaútgáfan
Náði mér í eintak hjá GogG. Bókin lítur firnavel út, flottar ljósmyndir og mikið af skýringamyndum. Maður er hreinlega að drepast úr spenningi eftir því að geta hafið lesturinn. Frábært framtak hjá Örlygi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 okt 2011 13:04 #3 by Össur I
Replied by Össur I on topic Re: Bókaútgáfan
Glæsilegt framtak þarna á ferð hjá Örlygi.
Til hamingju með þetta Örlygur og allir kayakiðkendur.
Þessi á heima á heiðursstað í bókahillunni minni.
(fer reyndar fyrst á náttborðið) :cheer:

Kv ÖI

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 okt 2011 11:09 #4 by palli
Replied by palli on topic Re: Bókaútgáfan
Já, þessi bók er hvalreki fyrir okkur. Ekki samt eins illa lyktandi :)

Já, það má sannarlega þakka Örlygi þessa vinnu - ekki síst þar sem þetta er algerlega hans framtak og allt hans framlag er sjálfboðavinna !

Varðandi nafnið á klúbbnum þá er þetta ótrúlega útbreiddur misskilningur. Margir af okkar mætustu félagsmönnum eru alls ekki Reykvíkingar og vilja ekkert sérstaklega láta bendla sig við það ágæta sveitarfélag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 okt 2011 09:01 - 11 okt 2011 09:02 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Bókaútgáfan
Ég var svo snöggur í GG Sjósport í gær til að verða mér út um eintak að bókakassinn var rétt dottinn inn á á afgreiðsluborðið. Svo tók ég til við lesturinn og er kominn í miðja bók. Þetta er vel skrifuð bók, fræðandi, góð og spennandi lesning og ef ekki hefði verið krefjandi dagur framundan í vinnu hefði ég lokið við hana eins og krimma.
Hafi Örlygur félagi okkar þökk fyrir vandaða vinnu.

Viðtalið í Morgunblaðinu í dag er skemmtilega sett upp og grípur augað í stíl við aðrar greinar um útivist og hreyfingu. Það má segja að við fáum góða kynningu þessa dagana, þökk sé BCU, Þóru og Örlygi.
Trúlega eru það svo bara við sem tökum eftir því að blaðamaður er búinn að breyta nafni klúbbsins okkar og kallar Kayakklúbbinn "Kajakklúbbinn í Reykjavík".
Það á að sjálfsögðu ekki að gerast óleiðrétt nema stjórnin hafi breytt nafninu að undangenginni lýræðislegri umræðu.

Að lokum: Er ekki við hæfi þegar líður nær bókajólum að fram komi hefðbundinn ritdómur um bókina?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2011 14:15 #6 by SPerla
Replied by SPerla on topic Re: Bókaútgáfan
Flott framtak hjá þér Örlygur.
Nú er manni ekki til setunnar boðið, bara að skunda af stað og rífa upp veskið B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2011 13:14 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Bókaútgáfan
Örlygur var í Morgunútvarpinu í morgun að kynna bókina. Getið hlustað að flott viðtal á slóðinni

dagskra.ruv.is/ras2/4596926/2011/10/10/6/

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2011 12:29 #8 by Rúnar
Bókaútgáfan was created by Rúnar
Hvernig er það, verður ekki höfundur Sjókajaka á Íslandi með bókakynningu einhvern daginn þar sem hann mun jafnframt árita bókina?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum