Það voru glæsileg ungmeni sem mættu i höfuðstöðvarnar i morgun og réru áleiðis að Viðey i töluverðum vindi og öldum, við fórum suðurfyrir og leituðum uppi þær öldur sem urðu til á skerjunum, norðanmegin brimaði hinsvegar bærilega en við héldum okkur i hæfilegri fjarlægð að mestu leiti. Það var engin samstaða um að taka kaffi - p.......stopp þannig að því var bara sleppt, heimleiðin var með vindinn i trýnið, þetta var nú að mestu leyti kransæða hreinsandi róður, lítið stoppað nema rétt til að halda hópnum saman og jú ef það gaf sig alda eða grjót sem vert var að skoða, Svenni, G.Prins, Kristinn, Egill, Össi, Palli R, Þorbergur og einn til viðbótar réru. Kaffipásan var svo tekin i vistlegum húsakynnum klúbbsins.........lg :