Róður í dag fyrir lengrakomna.

01 nóv 2011 22:36 #1 by Guðni Páll
Flottur róður í kvöld, ekki má gleyma því að Össi og Egill voru með okkur en snéru við á miðri leið vegna anna í heimilishaldinu :) En vitanlega væri gaman að sjá fleiri koma í þessa róðra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2011 20:36 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Snarpur æfingaróður
Vindmælir á Geldinganesi sló upp í 10-15 m/s enda var barningur fyrir Veltuvíkurnefið. Þegar kom norður úr Þerneyjarsundi æstist leikurinn og trefjakeiparnir stóðu nánast kyrrir í um 10 mínútur og þá segir reynslan mér að vindur sé um 20 m/s.

Lensið í stefnu á Vesturey Viðeyjar og suður fyrir Geldinganes var að sjálfsögðu skemmtilegt og um tíma stefndi ég á græna leiftrið á vitanum ofan á Perlunni. Þar vissi ég að gömlu bekkjarfélagar mínir voru að troða í sig kaffi og kökum og rifja upp gamla daga - en ég var mjög sáttur að vera þarna með "gamlingjunum" lárusi og Guðna Páli. Það verður eitthvað sem ég get rifjað upp þegar ég verð eldri.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2011 13:53 #3 by Gíslihf
Mér virðist bara vera gott veður hjá þessum köppum enda þótt sjólagið sé krefjandi.

Það má hins vegar segja að það sé "hurricane" í Djúpinu núna og lognið verður á mikilli hreyfingu hér við Sundin bláu síðdegis.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2011 06:41 #4 by Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum