Reynslubankinn

02 nóv 2011 22:13 #1 by Guðni Páll
Skemmtilega orðað hjá þér Gísli. En mig langar að koma með smá innskot í þetta. Ég hef róið nánast eingöngu með grænlenska ár undafarið ár og mestan mun finn ég einmitt í svona vindi eins og þú ert að tala um hérna fyrir ofan. Grænlenska árin er mun léttari í sjó og minkar álagið á axlir og einnig er mun auðveldara að gera allar æfingar með henni (mitt mat), en auðvitað hefur hún kosti og ókosti að mati manna, og sumir tala um minni stuðning í low-brace og hi-brace og ýmislegt annað, en það er eitthvað sem maður venst að ég held. Kayaksportið er svo margbreitilegt að maður á ekki að festa sig í eitthverju einu að mínu mati maður á að prófa allt og mynda sér sína eigin skoðun á hlutunum.

Guðni Páll.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2011 14:48 - 02 nóv 2011 14:55 #2 by Gíslihf
Reynslubankinn was created by Gíslihf
Þú baslar móti vindi 10 - 15 m/s gegnum Þerneyjarsund og skurður árablaða er á bilinu 60 - 90 gráður. Þegar komið er vel fram hjá NA-tanganum er óhætt að snúa vestur með eyjunni án þess að vera að berast upp í grjótið og nú eru vindur og öldur á hægri hlið.

Þú ert enn með áralag sem hentaði vel á móti vindi, með skaftið bratt og átaksblaðið þétt við síðuna. Þú ert staddur í öldudal, þar er skjól upp að öxlum í eina sekúndu, en hægra árablaðið sem þú ert að lyfta upp lendir þvert á vindstrenginn sem tekur kröftuglega í vegna skurðarins og um leið hallar aldan þér hratt til vinstri. Þú ert fljótur að stinga vinstra árablaði niður með síðunni til að taka á en hvað gerist þá?
Blaðið dregst með krafti inn undir síðuna, árin er lóðrétt augnablik meðan þú streitist á móti en næsta augnablik ert þú kominn á hvolf og ef þú ert ekki snöggur að velta þér upp vindmegin er stutt í að trefjakeipur þinn fari í flísar og þræði við brim á hvössu fjörugrjóti!

Það sem þú hafðir ekki hugsað út í fyrir utan alla hina erfiðu þættina var að bátinn rak undan vindi og því var í raun straumur inn undir síðuna frá vinstri.

Niðurstaða: Við þessar aðstæður skal hafa skurð lítinn og ekki róa með bröttu áralagi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum