Þetta var hressandi og skemmtilegur róður með óvenjulega háu hlutfalli af fallegum róðrarfélugum.
En á bakaleiðinni komum við að bryggjustaurunum sem eru ca 100 eða 200m frá fjörunni við aðstöðu klúbbsins. Ein frábær hugmynd kom upp að nota þessa staura sem hluta af keppni í Reykjavíkurbikarnum. þarna reynir á allskonar áratækni í kröppum beygjum og verða keppendur að hafa allar þessar hreyfingar á sínu valdi til að geta komist í gegn. Gaman var að fylgjast með einbeittum félugum takast á við þennan leik. Við þetta mætti bæta veltum og allskonar trixum sem margir eru orðnir sérfræðingar i. Þessari hugmynd er hérmeð komið á framfæri.
kv.
Ingi
Gunnar Ingi, Egill, Þóra, Klara, Perla, Þorbergur, Ágúst Ingi, Sveinn Axel, Cathy, Maggi Sig og Kristinn mættu í morgun í logni og sléttum sjó. Rérum Viðeyjarhring og stoppuðum í grillskálanum. Minniháttar sull og veltur í köldum sjónum á bakaleiðinni.