Þriðjudagsróðrar.

30 nóv 2011 22:00 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Þriðjudagsróðrar.
Já þetta var innan við Gunnunes og farið í víkina neðan við húsið Víðnes.
Líklega tók þrefaldan tíma að róa móti vindi á við bakaleiðina.

Eftir æfinguna inni í hlýjunni fannst ræðurum þeir vera færir í flestan sjó og barst í tal hve mikla þjálfun þyrfti til að geta þverað Faxaflóann frá Garðskagavita að Malarrifsvita eins og þau Freya og Greg gerðu sumarið 2007.
Heyrðist þá einn félaginn segja að hann væri klár í það nú án frekari upphitunar. :ohmy:

Ekki verður upplýst á þessum vettvangi hver kappinn er. :huh:

Aðra óbreytta ræðara hvet ég til að setja sér metnaðarfull markmið fyrir áramót og láta þau festar rætur í huganum, það er nefnilega alveg máttlaust að gera einhver áramótaheit á gamlárskvöld undir áhrifum veiga og hátíðleika kvöldsins. :)

Kveðja, Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2011 23:09 #2 by Guðni Páll
5 bátar á sjó í norð-austan 15 m/s -5 stiga frosti og fíustu vindöldu. Ræðarar voru Guðni Páll, Lárus, Egill, Eymi, Gísli F. Róið var í átt að mosfellsbæ (veit ekkert hvað tanginn heitir sem var róið að) og svo til baka í lensi, menn mis sáttir við prinsinn sem varð ljós-lausn á miðri leið og var ekki beint að fylgjast með hópnum en Lárus kveikti á ljósa-mastrinu á hausnum á sér sem við köllum ET comming home, og það lísti upp flóann. Annars bara fínn róður á köldu vetrarkvöldi.

Kveðja
Prinsinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2011 22:00 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Þriðjudagsróðrar.
Spáin er um 10 m/s úr norðri sem getur gefið vindhviður og um 4ra stiga frost.

Sjáumst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2011 21:56 #4 by Guðni Páll

Jæja þá það er oft erfitt að kenna gömlum hundi að sitja ;) 17:15 er það þá í bili.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2011 21:25 #5 by Guðni Páll
Jæja þá það er erfitt að kenna gömlum hundi að setjast ;) 17:15 er það þá í bili.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2011 20:57 #6 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Þriðjudagsróðrar.
hvaðahvaða................

það kostaði svita og tár að aðlaga tímann að hr. trefjum i haust....
ég er alveg sáttur með réttfyrirfimm timann. lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2011 16:52 #7 by Guðni Páll
Hvernig líst mönnum á að breyta tímanum á þessum róðrum? til 4 eða hálf 5? reyna að níta birtuna aðeins? bara smá hugmynd.

Prinsinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum