Já,Örlygur minnist á frægðarför sem farin var með Magga S.(á leiðinni hringinn)norður með vestanverðum Vestfjörðum í sumar. Þar kemur Fjallaskagi við sögu í leiðar og ferðalýsingu á Korkinum -sællar minngar:
"
Fjallaskagi er utarlega á norðanverðum Dýrafirði og skammt sunnan við Barðann.
Leið þeirra félaga lá þar um í gærkvöldi.
Á Fjallaskaga var um aldir fjölsóttasta verstöð í Vestur –Ísafjarðarsýslu og eru flestar búðatóttirnar innantil á sjálfum Skaganum,nesinu græna sem gengur út í fjörðinn. Dæmi voru um að 27 sexæringar réru á hverju vori frá Skaga. Þannig að um tvö hundruð manns hafa dvalið þarna við fiskveiðar.
Á Skaga þótti best að róa í „Brestinn“ þegar útfallið var að byrja. Þannig nýttu menn norðurfallið til að létta sér róðurinn á fiskimiðin undan Barða,stóðu svo við færin fram yfir liggjandann en létu suðurfallið bera bátinn inn með fjarðarströndinni á heimleið.
Allar þessar verbúðir sem menn höfðust við í yfir vertíðina voru moldagreni,hriplek í rigningu og stundum ætlaði kuldinn menn lifandi að drepa. Í einni verbúðinni á Skaga snéri Sighvatur Borgfirðingur þó heilli doktorsritgerð úr dönsku yfir á íslenzku sem mátti heita stórmerkilegt."
Ágætt að fara yfir þetta í skammdeginu og skipuleggja hringróður á sumri komanda...