Félagsróður 3/12,11

05 des 2011 19:39 - 05 des 2011 19:51 #1 by Sævar H.
Já,Örlygur minnist á frægðarför sem farin var með Magga S.(á leiðinni hringinn)norður með vestanverðum Vestfjörðum í sumar. Þar kemur Fjallaskagi við sögu í leiðar og ferðalýsingu á Korkinum -sællar minngar:

"Fjallaskagi er utarlega á norðanverðum Dýrafirði og skammt sunnan við Barðann.

Leið þeirra félaga lá þar um í gærkvöldi.

Á Fjallaskaga var um aldir fjölsóttasta verstöð í Vestur –Ísafjarðarsýslu og eru flestar búðatóttirnar innantil á sjálfum Skaganum,nesinu græna sem gengur út í fjörðinn. Dæmi voru um að 27 sexæringar réru á hverju vori frá Skaga. Þannig að um tvö hundruð manns hafa dvalið þarna við fiskveiðar.

Á Skaga þótti best að róa í „Brestinn“ þegar útfallið var að byrja. Þannig nýttu menn norðurfallið til að létta sér róðurinn á fiskimiðin undan Barða,stóðu svo við færin fram yfir liggjandann en létu suðurfallið bera bátinn inn með fjarðarströndinni á heimleið.

Allar þessar verbúðir sem menn höfðust við í yfir vertíðina voru moldagreni,hriplek í rigningu og stundum ætlaði kuldinn menn lifandi að drepa. Í einni verbúðinni á Skaga snéri Sighvatur Borgfirðingur þó heilli doktorsritgerð úr dönsku yfir á íslenzku sem mátti heita stórmerkilegt."

Ágætt að fara yfir þetta í skammdeginu og skipuleggja hringróður á sumri komanda... :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2011 18:51 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Félagsróður 3/12,11
Já þessar verbúðalýsingar auka manni hroll (sem er nægur fyrir á stundum) þegar áð er við fornar verstöðvar. Sérstaklega var sú við Fjallaskaga í Dýrafirði eftirminnileg. Þar áði hringfarinn Maggi með föruneyti í júní. Að ímynda sér róðrabann og kyrrstöðu á þessum stað var vægast sagt nöturlegt. Síðan hvet ég félaga til að lesa Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalmann þar sem maður kemst í beina snertingu við útræði og tilheyrandi kulda. Frábær bók.
Það verður spurt út úr henni í róðrastoppi gamlársróðurs. Verðlaun í boði. :silly:
Bara hugmynd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2011 17:50 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróður 3/12,11
Já ég er sammála Þér Orsi að það er nauðsynlegt að hafa líflegan vef til að viðhalda glóðinni þegar maður kemst ekki í róður. En mér finnst hann hafa daprast aðeins hjá okkur korkurinn eins og hann var einusinni kallaður. En þegar Sævar tekur sig til þá lifnar við aðeins. Þessar pælingar um sjósókn fyrri alda eru þegar maður fer að spá aðeins í það ekki svo gamlar. Afi sagði mér frá gömlum kalli sem hann þekkti og sá reri alla sína tíð á sömu þóftunni á árabát og missti jobbið þegar komu vélar í bátana. Það eru ekki margar kynslóðir frá þessum tíma. Einn sendibílstjóri sagði mér að þarna rétt hjá Alverinu í Straumsvík væri eldgamalt ver sem pabbi hans notaði einna síðast og við rerum þarna framhjá og fórum einmitt í land þar þegar við tókum smá sprett þarna með Andra forðum ca 2009. Núna þegar við höfum þessi fínu veðurspá forrit það er fróðlegt að sjá hvað Dritvík var fínn útróðrarstaður miðað við ríkjandi vindáttir og kíkið á það þegar SA attirnar eru ríkjandi og norðlægar áttir hvað stutt er fyrir menn að róa þar sem næði er til að veiða á krók. En fyrir þá sem vilja koma sér í áramótaróður er ágætt að fara og finna dótið sitt og kíkja í einn félagsróður eða svo það er alls ekki eins kalt og lofthitastigið gæti bent til: www.hafro.is/undir.php?REFID=11&ID=174&REF=2
bkv. Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2011 16:17 - 04 des 2011 19:50 #4 by Sævar H.
Um þetta leyti árs á fyrri öldum voru sjómenn á ljúka haustvertíðum á opnum árabátum. Síðan var farið gangandi heim í sveitarkotin-oft margar dagleiðir og haldin jól og áramót.
Að loknum þrettándadag jóla var hafist handa við að undirbúa sjómenn til vetrarvertíðar sem hófust í lok janúar.
Þá tók við marga dagleiða ganga í ófærð og kulda-með helstu föt og mat á bakinu.
Legið var við í óupphituðum verbúðum sem voru grjót og moldarkofar-tyrft yfir sperrur.
Síðan var róið til fiskjar í vetrarhörkum og veðraóvissu. :(

Nú róa knáir kayakræðarar á sjó við svipaðar aðstæður til lofts og sjávar- og kljást við klaka og öldu. Síðan er róið heim í hlýjuna í aðstöðunni við sjávarbakkann og sopið á kaffi-sagðar sögur. Að því loknu er stigið uppí 200 hestafla jeppana og ekið heim :) Sannalega breyttur heimur á Íslandi.... :P Takk fyrir myndirnar og frásagnir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2011 15:10 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Félagsróður 3/12,11
Töff bátur. Töff alda þarna.
Þessar róðrarskýrslur og myndir eru nauðsynlegar til að viðhalda glóðinni hjá þeim sem komast ekki vikum saman á sjó. Maður les bara vefinn á meðan.
Ok brátt grípr maðr ár ok bát.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2011 14:23 - 04 des 2011 14:24 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróður 3/12,11
Rétt Gummi, skipti á Sardiniunni og Inuk sem hafði verið týndur í mörg ár, í bílskúr í Kópavoginum.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2011 12:25 #7 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re: Félagsróður 3/12,11
Er það sem mér sýnist Svenni. Ertu kominn á Inuk?

Kv.
Gummi B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2011 22:29 #8 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróður 3/12,11
Við vorum sjö sem mættum í morgun í 9 stiga frosti og stillu. Rérum austur fyrir Geldinganes í smá ískrapa og austur-norður fyrir Þerney. Þar skiptist hópurinn, Lárus og Kolla tóku stefnuna á Geldinganes, en Egill, Gunnar Ingi, Ágúst Ingi,Þorbergur og undirritaður tókum Lundeyjarkrækju. Kaffistoppið tókum við svo í aðstöðunni í Geldinganesinu. Þrátt fyrir frostið, var ekkert kalt og flott vestan undiralda við eyjarnar. Tók nokkrar myndir sem er að finna á facebook og picasaweb.google.com/sjokayak/20111203Fe...Gv1sRgCM6zr8_nlYL5Ow

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2011 19:09 #9 by Þorbergur
Hér eru nokkrar myndir frá róðri dagsins

picasaweb.google.com/1105677893263437453...HxJFDMxuG1LWDN4mphQ#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum