Félagsróður 10.des

12 des 2011 18:46 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Félagsróður 10.des
Eigum við ekki að samþykkja að félagsróðurinn hafi verið færður til um einn dag, frá ld. til sd. en ekki felldur niður!

Hins vegar er ég hrædur um að stundum finnist ekkert á Korkinum um suma róðrardaga, það er enginn ákveðinn með það hlutverk og oft ræðst það af því hvort einhver hefur gaman af því að segja frá. Það þyrfti þá að leita í dagbækur þeirra sem skrá róðra hjá sér til eigin nota. Það væri svo "annálaritari" sem tæki efnið saman.

Ég man eitt sinn að við hættum við vegna veðurs, en nokkrir voru góða stund í kaffigámi og ræddu málin og reru í huganum það sem kalla mætti "gámaróður". Síðar sama dag kom svo fram að Gummi Breiðdal hafði mætt síðar um morguninn og farið einn Geldinganeshring.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2011 10:40 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróðiur 10.des
Get engan vegin litið svo á að félagsróðurinn hafi fallið niður. Við Guðni mættum, en völdum frekar hlýjuna, en að enda róðurinn með frostsprungnar varir.

Rérum svo mjög skemmtilegan Viðseyjarhring með Inga í gær, í 2-3 m öldu vestan Viðeyjar.

kv
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2011 10:50 - 11 des 2011 10:51 #3 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Félagsróðiur 10.des
Nú þarf að fletta upp í annálum til að athuga hvenær félagsróður féll síðast niður, ef það hefur þá gerst ??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2011 14:34 #4 by Guðni Páll
Það var ekki beint spennandi að fara að stað í morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2011 11:45 - 10 des 2011 11:46 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróðiur 10.des
www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/faxafl...oup=111&station=1480

Það var sennilega rétt hjá ykkur að sleppa róðri í þetta sinn. Brr

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2011 10:48 - 10 des 2011 11:56 #6 by SAS
Félagsróður 10.des was created by SAS
Við Guðni mættum tveir í morgun, en nenntum engan vegin að róa í vindkælingunni sem var í boði, en það var 8 stiga frost og vindurinn var 14-15 m/s

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum