Klúbb róður 17 desember

18 des 2011 12:17 #1 by Gíslihf
Ánægjulegt að sjá að það er líf í félagsróðrum - og til er enn hópur af hressu fólki sem lætur veturinn ekki hræða sig sbr. myndirnar frá Þorbergi.

Hjá mér eru laugardagarnir oft ekki lausir, það eru viðburðir hjá barnabörnum, danssýning, afmæli eða gisting, viðhald heimilis og ótrúlegt(!) en satt stundum er maður lúinn og latur eftir vinnuvikuna. Ég tek mér róðrarhlé núna eitthvað fram í janúar, nema vonandi get ég verið með í hinum hefðbundna gamlársróðri.

Ég velti því svo fyrir mér hvort sumum öðrum sé eins farið og mér á þessum tíma í skammdeginu að láta sig dreyma um ný ævintýri í sumar.

Bestu óskir um gleðileg jól.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 des 2011 14:05 #2 by Ingi
Kolla, Lárus, Össur, Egill, Valdi, Kristinn, Sveinn Axel, Guðni Páll, Þorbergur, Þórsteinn reru hring um Viðey án kaffistopps í þetta sinn. -4°C og él með smá NA kuli. Hæg og þung vestan alda sem mætti vindbáru við norðurenda Viðeyjar skapaði smá stemmningu en sólin rétt meikaði að lýsa upp suðurhiminninn á heimleiðinni. Sennilega verður hún byrjuð að lyfta sér aðeins í næsta Félagsróðri.

Tobbi tók nokkrar myndir af Prinsinum en við hin fengum að vera með á einni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum