Félagsróður í janúar blíðu og þíðu, svell var yfir öllu athafnasvæðinu og menn og konur máttu hafa varann á til að standa i fæturnar við undirúning róðursins, haldið var norður fyrir Viðey, þar voru ansi stóra öldur sem brotnuðu með látum og eins gott að vera ekki á vitlausum stað á vitlausum tíma, norðan við eyna var smá veltu bras og var einn ræðarinn og stuðningur teknir í tog. Kaffistoppið i sólskálanum og eftir það var róðið i næsta sléttum sjó að Fjósaklettum þar sem einhverjar öldur freistuðu til smá leiks, ræðarar voru amk.(spurn hvort allir séu með i upptalningunni ?) Svenni, Ágúst Ingi, Gunnar Ingi, Sigurjón, Valli, Þorbergur, Stefán, Egill, Smári, Guðm. Breiðdal, Klara, Þóra, Tóti Matt,Lárus.
lg