Um hitt og þetta

19 jan 2012 21:43 - 19 jan 2012 21:44 #1 by agustj
Replied by agustj on topic Re: Um hitt og þetta
Sé reyndar ekki tilgang með að vera fela fyrir gestum því það kemur svo illa út, texta skotið inn til að láta vita að eitthvað sé falið.

Svo er allskonar tilgangslaust dót sem fylgir bara með. Hef enga ástæðu séð til að vera að afvirkja þetta.


Þetta með Written By á við að Palli hafi skrifað fréttina um bókina sem var skrifuð en ekki að hann hafi skrifað bókina. :silly:

Annars sýnist með þú nota einn af fídusunum svo þetta kemur að einhverjum notum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jan 2012 08:25 #2 by Egill Þ
Replied by Egill Þ on topic Re: Um hitt og þetta
Það má sækja veðurathuganir aftur í tímann á eftirfarandi slóð:

portal.belgingur.is/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jan 2012 01:28 #3 by palli
Replied by palli on topic Re: Um hitt og þetta
Fínn pistill Gísli - gott innlegg þegar það er ró yfir korkinum eins og hefur verið að undanförnu.

Ég hef nú ekki spögglerað mikið í þessum textaritli, en hann virðist vissulega bjóða upp á ýmiss konar kúnstir. Held að það sé ágætt að prófa sig bara áfram og sjá hvað setur.

Að vera skráður fyrir bókinni hans Örlygs með "written by" er ekki dónalegt. Held að ég leiðrétti það bara sem minnst. Enda mikið öndvegisrit eins og allir vita sem hafa lesið hana.

Varðandi vedur.is þá hef ég ekki fundið leið til að finna veðurupplýsingar lengra aftur í tímann en viku. Vikuupplýsingarnar eru hins vegar mjög greinagóðar, finnast fyrir fjölmargar veðurstöðvar, m.a. Geldinganes, undir Veðurathuganir - smella á landshluta - smella á veðurstöð á korti. Þar má t.d. sjá að í morgun voru aðstæður í félagsróðri afar breytilegar, eða
kl. 9: S 13 m/s, mesta hviða 18 m/s og 7 gráðu hiti
kl. 12: NA 5 m/s, mesta hviða 8 m/s og 2 gráðu hiti

Að lokum er af aðstöðunni í Geldinganesi að frétta að Jói rafvirki (sem skrifar hér að framan) er búinn að vera að koma útikastaranum aftur í gang og búinn að gera við hitatúpuna sem var með ónýtt element ásamt fleiru stússi. Bragi sjóhundur pípari er búinn að leggja sverari lagnir að nýju sturtuhausunum þannig að nú kemur fljótlega vatn úr þeim þegar maður skrúfar frá sem gerir þá miklu notadrýgri. Það er einhver smáfrágangur eftir hjá honum sem á að klárast nú eftir helgi.

Sem sagt allt gott og fer batnandi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2012 18:09 #4 by Jói
Replied by Jói on topic Re: Um hitt og þetta
Síðan hjá þeim er herfilega léleg og búin að vera það lengi. Hinsvegar þá fór ég á þessa útsölu og þar voru kayakvörur á 50% afslætti, kayakar, sjófatnaður, og ýmislegt smádót sem við þurfum. Ég sjálfur gerði ágætis kaup og félagi minn líka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jan 2012 18:14 - 11 jan 2012 18:19 #5 by Gíslihf
Um hitt og þetta was created by Gíslihf
Áður en "Útvarp Reykjavík" varð vinnustaður atvinnumanna var mikið efni flutt af bændum eða öðrum alþýðuspekingum sem trúlega fengu ekki krónu fyrir en þóttu meiri menn fyrir að segja hug sinn allan eða flytja kveðskap eða gamanefni.
Fáir vildu missa af hinum vikulega pistli "Um daginn og veginn" og ekki voru aðrar stöðvar eða sjónvarp til að glepja fyrir.
Þetta er reyndar pistill "Um hitt og þetta" án nokkurs tilefnis:
  • Textaritillinn sem hér er notaður virðist bjóða upp á ótal möguleika, fettur og brettur, texta sem sést ekki, töflur o.fl. Fróðlegt væri að heyra frá vefaranum mikla eða bara formanni eitthvað um það efni.
  • Á forsíðu vefsíðunnar er mynd af hinni nýju bók Örlygs og þar fyrir ofan stendur: Sjókajakar á Íslandi er komin út - Written by Palli Gests Ég sé fyrir mér að Palla formanni þyki þetta ekki leiðinlegt, enda er bókin til fyrirmyndar.
  • Þeir sem hafa lesið bókina og þekkja til félaganna hafa vafalaust gaman af því að sjá sjálfa sig og félgana á góðum myndum. Örlygur segir ekkert um sjálfan sig í bókinni en er a.m.k. á einni myndinni, það má kalla það felumynd og fróðlegt væri að vita hvort menn þekkja hann á "göngulaginu" eða stílnum réttara sagt.
  • Í gær var þriðjudagur, 10. jan. og því dagur fyrir æfingaróður. Ég var búinn að tilkynna mánaðar leyfi eða svo og var því ekki á sjó! Ef einhver hefðí farið inn í Kollafjörðinn hefði hann geta lent í árekstri við bíl, því að sjór gekk þar yfir þjóðveginn. Grínlaust þá hefur mig oft vantað að geta flett veðurlýsingu á vef Veðurstofu aftur í tímann, einmitt þegar verið er að skrifa um kayakviðburði eftir ferðir. Er þetta hugsanlega einhvers staðar á vedur.is ?
  • Það var útsala hjá Sportbúðinni, sbr. annan þráð á síðunni. Ég lét nægja að skoða vefsíðu þeirra og sá ekkert um kayak vörur. Líklega hefur lagerinn bara verið keyptur upp af samkeppnisaðila - eða gerði einhver ykkar það?

Bestu kveðjur,
GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum