Á æfingu mættu Egill, Eymi, Gísli, Guðni P, Ingi, Lárus og Sveinn.
Aðstæður voru ákjósanlegar þ.e. stinningskaldi, ágjöf og myrkur.
Ég held svo að æfingin hafi alveg náð tilgangi sínum, þannig að allir eldri en þrítugir hafi haft mikla matarlyst er heim kom, þurft að fara í góða sturtu og svo ekki nennt neinu öðru en að koma sér snemma í rúmið. Þegar svo var farið á fætur næsta morgun hafa fylgt því stunur og strengir við að fara í sokka, skyrtu og reima skóna.
GHF