Fjölmennur róður i mildu fínu vetrarveðri, stefnan var tekin á móti öldunni i sólskálann góða í Viðey,fín tækifæri til að taka smá leik í öldunni sem var bærileg td við Fjósaklettana. Fjöldi hinna grænlensku ára snarjókst i þessari ferð enda mætti árasmiðurinn knái Gísli Karlsson með fullan bíl af árum fyrir túrinn og dreifði, ræðarar voru alsælir með spíturnar sínar og lofuðu i hástert.
Heimferðin að loknu kaffistoppi var undan vindi, sömu leið til baka sunnanmegin og gekk vel, aldan var aðeins að stríða þegar við nálguðumst Gufunesið, ein velta og tilheyrandi björgunaraðgerðir, fín æfing fyrir þá sem að henni stóðu, ef eitthvað hefði mátt betur fara þá var komin heldur mikil teygja á hópinn þegar skyndilega þurfti að fara i aðgerðir, en ábyrgir menn sáu til að allir fengu fylgd i öruggt skjól. Svenni,Hildur, þóra, Klara, Ingi, Eva, Smári, Tóti Matt, Guðni, Gummi Breiðdal, Gunnar Ingi, Bjarni, Einar Sveinn, Þorbergur, Inga, Kolla og Lárus réru.
lg