Hríngurinn ísland

07 feb 2012 20:51 - 07 feb 2012 20:51 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Re: Hríngurinn ísland
Skemmtilegar pælingar.
Stikan verður þó varla styttri en kayakinn sem róið er, séum við að hugsa um að mæla lengstu mögulegu leið til að róa hringinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2012 20:43 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Hríngurinn ísland
Það er einfalt að finna stystu vegalengdina, það er gert eins og að strekkja band utan um útlínur landsins og mæla svo bandið í réttum mælikvarða.

Hins vegar er erfitt að finna lengstu tölu fyrir ströndina og það virðist vera að ég hafi haft rangt fyrir mér um að sú tala hafi markgildi, hún mun vaxa út fyrir öll mörk eftir því sem stikan er styttri sem ströndin er mæld með.
Hér er grein um þetta efni:
en.wikipedia.org/wiki/Coastline_paradox

Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2012 15:56 - 07 feb 2012 20:52 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Hríngurinn ísland
Nú held ég að komið sé verðugt markmið við hringróðurinn umhverfis Ísland :

- Að róa hringinn á stystu vegalengdinni. :woohoo:

Metið er um 1600 km . Mestum árangri er unnt að ná frá Reykjanesi í suðri-vestur , norður og allt að Bjarnarey við Vopnafjörð. Sennilega er þetta ekki raunhæft fyrir einn ræðara. En tvo eða fleiri raunhæfara.

Hringurinn um Ísland markast af upphafspúnktinum og sama púnkti við róðrarlok-innan þess liggja margar vegalengdir einstakra hringróðra. :evil:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2012 22:22 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Hríngurinn ísland
Leiðin sem Greg og Freyja fóru virðist mér hafa verið eitthvað yfir 1600 km
Leiðin sem ég fór var um 2025 km
Leiðin sem Maggi Sigurjóns er byrjaður á mundi verða mun lengri e.t.v. 3000 km

Svo man ég ekki betur en að það séu til fræðilegar vangaveltur og aðferð til að reikna hvað svona strandlína getur orðið lengst, ef stöðugt er farið í minni og minni víkur og útskot.
Sú tala stefnir ekki á takmaralausa vegalengd jafnvel þótt alltaf megi lengja hana örlítið með smásmugulegheitum - en trúlega er einhver félagi ferskari í þessari stærðfræði en ég.

Fróðlegt væri að vita hvaða aðferð Gæslan notaði til að fá sína tölu.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2012 12:45 #5 by palli
Replied by palli on topic Re: Hríngurinn ísland
Jú, Gísli HF ætti að hafa hugmynd um þetta :)

Minnir annars að þetta hafi endað í kringum 2000 km hjá honum.

Hann stytti sér þó leið nokkrum sinnum, enda er strandlengja Íslands 4800 km skv. vef Landhelgisgæslunnar. Hvenær skyldi fyrsti maðurinn róa þá leið ? :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2012 11:02 #6 by Jói
Hríngurinn ísland was created by Jói
Jæja sjóarar, getur einhver sagt mér hver vegalengdin í kríngum ísland er samkvæmt róðra leið?
Er ekki rétt að beina spurningunni að Gísla H?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum