Mig langar að koma á framfæri 2 vandamálum sem eru farin að verða okkur kayakfólki til mikils ama. Það fyrra er HUNDASKÍTUR fyrir framan aðstöðuna okkar í geldinganesi og fyrir framan alla gáma, Það myndi eflaust hjálpa mikið ef að það væru settar upp ruslatunnur í kringum þetta svæði. Og jafnvel skilti sem stendur á " Tökum upp skítinn okkar"
:D
Hitt vandamálið er þegar fólk leggur bílum sínum beint fyrir framan gámana okkar. Hef lent 2 sinnum í því að þurfa að bíða eftir að komast í gáminn þar sem báturinn minn er vegna þess að það eru bílar fyrir. Einföld lausn á þessu eru skilti sem stendur á "Bifreiðarstöður Bannaðar" held að fólk átti sig bara ekki á því að það sé bannað að leggja þarna.
En vona að þetta fari í góðan farveg og við leysum vonandi úr þessu sem fyrst.
Guðni Páll