Kominn tími til aðgerða. (Húsnæðisnefnd)

31 jan 2012 09:52 #1 by palli
Búinn að tala við þau hjá Borginni

Kristín þjónustufulltrúi var þjónustan uppmáluð og gekk strax í málið. Talaði við hundaeftirlitið sem fær svona ábendingar inn á sitt borð og á að fylgjast með að hundaeigendur gangi vel um.

Hún talaði líka við Theodór Guðfinnsson, en hann stjórnar því hvaða skilti fara upp og hefur umsjón með því.

Nú er bara að vona að framkvæmd fylgi loforðum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jan 2012 16:49 #2 by palli
Já, þetta er sérdeilis pirrandi dónaskapur og virðist fara versnandi. Spurning hvað er hægt að gera þarna annað en að setja upp skilti sem banna bifreiðastöður við gámana og annað sem bendir fólki á að hirða upp skítinn eftir hundana ...

Ég mun hafa sambandi við Borgina strax í fyrramálið og athuga hvort það sé ekki hægt að koma upp merkingum sem þessum hið fyrsta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jan 2012 15:47 #3 by SPerla
Sammála þessu öllu, hef einmitt lent í því líka að bíl hefur verið lagt beint fyrir utan gáminn þar sem minn bátur er. Þar fyrir utan kærir maður sig ekki um að stíga ofan í hundaskít.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2012 21:47 #4 by Guðni Páll
Mig langar að koma á framfæri 2 vandamálum sem eru farin að verða okkur kayakfólki til mikils ama. Það fyrra er HUNDASKÍTUR fyrir framan aðstöðuna okkar í geldinganesi og fyrir framan alla gáma, Það myndi eflaust hjálpa mikið ef að það væru settar upp ruslatunnur í kringum þetta svæði. Og jafnvel skilti sem stendur á " Tökum upp skítinn okkar" :D:D

Hitt vandamálið er þegar fólk leggur bílum sínum beint fyrir framan gámana okkar. Hef lent 2 sinnum í því að þurfa að bíða eftir að komast í gáminn þar sem báturinn minn er vegna þess að það eru bílar fyrir. Einföld lausn á þessu eru skilti sem stendur á "Bifreiðarstöður Bannaðar" held að fólk átti sig bara ekki á því að það sé bannað að leggja þarna.

En vona að þetta fari í góðan farveg og við leysum vonandi úr þessu sem fyrst.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum