Það voru 14 ræðarar sem réru i morgun i blíðviðri og hægri golu til að byrja með en alger stilla var þegar róðri lauk. Haldið var ut austanmegin og stefnan tekin á Þerney þar sem kaffistopp var tekið við húskofann, reyndar er þetta hættulegur staður sökum naglaspítna sem liggja víða.
Heimferðin var tekin umhverfis Geldinganes þrátt fyrir að róðrarstjórinn lagði til að róa sömu leið til baka en það var ekki hlustað á það, smá leikur var tekin við klettana við enda Geldinganess.
Eftirtaldir réru:
Ágúst Ingi, Páll R: Smári, Egill, Þorbergur, Gísli-(nýliði),Valdemar, Valli, Þóra, Klara, Gummi Br. Kolla,Wol og undirritaður
lg