Kayakklúbburinn hefur góðar öryggisreglur eftir því sem ég veit best.
Ég rakst á gamla umræðu sem er hugsanlega orðin úrelt, um að áraflot séu hættuleg en fremur ætti að nota flot (sponsons) á báðar síður.
Sjá:
www.sponsonguy.com/
Ég get tekið undir það að áraflot hefur aldrei dugað mér nema á æfingum og ekki þyrfti mikla öldu til að ég færi alltaf aftur í sjóinn. Áraflot eru samt til margra annarra hluta nytsamleg en að koma í stað veltu.
Stuðningsflot eru almennt hlutur sem við viljum ekki láta sjá okkur með frekar en börn sem eru búin að læra að hjóla vilji láta sjá sig með hjálpardekk - enda gæti hjálpardekk velt þeim í krappri beygju. Stuðningsflot eyðileggur líka allar fínhreyfingar og það að geta stjórnað bátnum með halla (edsing).
Hins vegar verð ég að taka undir að þegar um börn er að ræða að leik eða í námskeiði eða fólk sem vill bara veiða en keppir ekki að færni á kayak - þá ætti slíkt flot að vera innbyggt í síðuna sem öryggisbúnaður.
Annað sem kemur í hugann og getur átt við okkur er þegar draga þarf ræðara og hann þarf stuðning. Þá þarf einn að liggja á bátnum og mynda "fleka" og annar að draga. Það er erfitt og gengur ekki nema stuttan tíma í góðum skilyrðum. Fljótlega þarf tvo eða þrjá til að draga. Ef hins vegar væri hægt að festa stuðningsflot á síðurnar þá væri ekki vandamál fyrir einn að draga.
Hvað finnst öðrum?