Öryggismál

07 feb 2012 12:32 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Öryggismál
Áraflotin hafa svo sem fengið sína gagnrýni hér á klakanum, ekki á áraflotin sjálf, heldur notkun þeirra eða öllu heldur notkunarleysi.

Oftar en ekki hefur maður séð nýliða sem og vanari ræðara með ný áraflot, taka þau samviskusamlega með í hvern einasta róður, en reyna þau allt of sjaldan. Dæmi er um ræðara sem hafa ekki reynt áraflotið sitt svo árum skiptir. Áraflotin eru ágæt svo lengi sem kunnátta er fyrir hendi og ræðari hafi líkamlega burði og tækni til að koma sér sjálfur í bátinn.

Það er eins með áraflotið eins og veltuna eða wet-reentry, það þarf að æfa sig reglulega, í öllum veðrum. Þetta vita þeir sem hvað best kunna veltuna, veltan er fljót að ryðga ef hún er ekki æfð helst í hvert skipti sem farið er á sjó

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 feb 2012 23:17 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Öryggismál
Þessi grein sem ég setti tengil í er í raun mjög öfgafull höfnun á árafloti og félagabjörgun - hann segir t.d.:
"The paddlefloat has effectively killed hundreds of Americans ...
... ACA and others who determinedly use the paddlefloat, canoe over canoe, and other deadly "rescues" to kill thousands
".

Ég minnist þess eigi að síður með hlýju þegar Lilja mín fór í Sportbúðina og keypti áraflot í afmælisgjöf fyrir mig á sínum tíma fullviss um að með því væri hún nokkuð örugg um að fá kallinn sinn heilan heim aftur eftir að hafa rætt við sérfræðingana í búðinni.

Spurning hvað hefur gerst í USA, eru svona þúsundir að drepa sig á kayak og kanó og þá með því að treysta á falskt öryggi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 feb 2012 17:57 #3 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Re: Öryggismál
Vissulega sammála nokkru þarna. En held að það hafi allir gott af því að læra að nota áraflot. En annað varðandi öryggi mig langar að ræða um fjarskiptaleiðir okkar kayakmanna hvaða tæki henta best og í hverju mesta öryggið liggur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 feb 2012 14:52 #4 by Gíslihf
Öryggismál was created by Gíslihf
Kayakklúbburinn hefur góðar öryggisreglur eftir því sem ég veit best.
Ég rakst á gamla umræðu sem er hugsanlega orðin úrelt, um að áraflot séu hættuleg en fremur ætti að nota flot (sponsons) á báðar síður.
Sjá: www.sponsonguy.com/

Ég get tekið undir það að áraflot hefur aldrei dugað mér nema á æfingum og ekki þyrfti mikla öldu til að ég færi alltaf aftur í sjóinn. Áraflot eru samt til margra annarra hluta nytsamleg en að koma í stað veltu.

Stuðningsflot eru almennt hlutur sem við viljum ekki láta sjá okkur með frekar en börn sem eru búin að læra að hjóla vilji láta sjá sig með hjálpardekk - enda gæti hjálpardekk velt þeim í krappri beygju. Stuðningsflot eyðileggur líka allar fínhreyfingar og það að geta stjórnað bátnum með halla (edsing).

Hins vegar verð ég að taka undir að þegar um börn er að ræða að leik eða í námskeiði eða fólk sem vill bara veiða en keppir ekki að færni á kayak - þá ætti slíkt flot að vera innbyggt í síðuna sem öryggisbúnaður.

Annað sem kemur í hugann og getur átt við okkur er þegar draga þarf ræðara og hann þarf stuðning. Þá þarf einn að liggja á bátnum og mynda "fleka" og annar að draga. Það er erfitt og gengur ekki nema stuttan tíma í góðum skilyrðum. Fljótlega þarf tvo eða þrjá til að draga. Ef hins vegar væri hægt að festa stuðningsflot á síðurnar þá væri ekki vandamál fyrir einn að draga.

Hvað finnst öðrum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum