Re: Öryggismál

07 feb 2012 14:58 - 07 feb 2012 20:47 #1 by Sævar H.
Re: Öryggismál was created by Sævar H.
Öryggismálum er best fyrirkomið með fræðslu-það er mitt mat. Að róa kayak um sundin blá t.d einn á ferð krefst margskonar þekkingar og reynslu ekki bara á kayakinn. Náttúrufarið leikur þar stæsta hlutverkið-bæði gagnvart manninum sjálfum og sjónum. Kuldi er þar einn stærsti áhrifavaldurinn. Gríðalega mikilvægt er að meta allar aðstæður fyrir upphaf ferðar. svo sem veðurútlit,öldufar og hitastig sjávar og líkamlegt ástand á sjálfum sér.
Ég hef t.d lent í mjög skyndilegri ísþoku svo tæpast sá fram á stefni hvað þá lands. Í því tilviki kom GPS tækið að fullum notum en þar að baki lá áratugareynsla af notkun þess -til fjalla. Og róður í þunnum skelís á hreyfingu. Þá gilti það eitt að snúa við í tæka tíð til að lokast ekki inni á hafi úti. Að meta öldufar í tengslum við straum krefst mikillar aðgæslu og þá eins og fyrr-snúa undan í tíma.Að líkamlegt þrek sé meðvitað-hvað þolir maður í langtíma álagi. Þar verður hver að svara fyrir sig og hafa reynslu. Og þegar loftkuldi og sjávarhiti er þekkt-(sem verður að vera) þá er það klæðnaðurinn-einangrun líkamans frá hitaútstreymi-sem skiptir höfuðmáli. Og er bátur og búnaður í toppstandi ? Nauðsynlegustu öryggistæki meðferðis svo sem áttaviti og GPS með fullri rafhleðslu. Neyðarblys talstöð eða og GSM sími í vasa og vatnsheldu hulstri þannig að ekki þurfi að taka síma úr því til að hringja. Eitthvað drykkjar og matarkyns og að síðustu að vera undir það búinn að fara á hvolf og verða að komast upp í kayakinn aftur. Til þess eru nokkrar aðferðir.Traust svunta og flotvesti er mjög mikilvægt. Og viðkomandi þessum stuðningsflotum þá hef ég staðgóða þekkingu og reynslu á því sviði. Þegar ég fór að stunda fiskveiðar á kayaknum í nokkur ár - var sá búnaður grundvallarmál-til að hindra veltu við veiðarnar og ekki með ár í hendi. Eftir að hafa leitað vítt og breitt á netinu varð niðurstaðan sú að ég hannaði og smíðaði mitt stuðningsflot Til að þau komi að sem bestu gagni verða þau að ná einhverja lágmakslengd frá síðu bátsins þannig að góður mótvægiskraftur myndist. Þessi flot sem Gísli H.F bendir á náðu ekki grunnkröfum mínum . Í stuttu máli flotin reyndust vel í öllum veðrum og sjógangi sem á annað borð er á sjó verandi. Sjóhæfni bátsins varð bara betri og liprari. Og fiskiríið... langt umfram væntingar-af öllum stærðum. Meðfylgjandi er mynd af þessum fiskveiði búnaði kayaksins. En nú er þetta liðin tíð annað og meira skip hefur tekið við. En eitt er það að róa svona einn gerir margfaldar eiginkröfur miðað við hópróður. Í hópróðri er tekin meiri áhætta-að mínu mati-og treyst á að fáeinar veltubjörgunaraðgerðir leysi vandann. Það er gott með mjög mörgu öðru....En ég hef einmitt og hætt við ferðir í hóp vegna þess að eigin sjálfsbjargarviðleitni veður hálf lömuð-ég verð ekki öruggur líki mér ekki aðstæður. Takk þeim sem lásu.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum