Á aðalfundi Kayakklúbbsins stakk ég upp á breytingu á Veltukóngskeppni. Eiginlega snerist tillagan um að keppt yrði um Íslandsmeistaratitil í þeirri grein. Ég sé fyrir mér að keppt yrði á Reykjanesi, á Nesskaupsstað og í Reykjavík. Þeir sem væru efstir að stigum eftir þessar undankeppnir myndu síðan keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Ég held að þetta gætu orðið skemmtilegar keppnir og þær eru sannarlega áhorfendavænar. Þar sem klúbburinn er íþróttafélag og fær styrki sem slíkur, m.a. úr Lóttóinu er ekkert því til fyrirstöðu að efstu menn af landsbyggðinni yrðu styrktir til keppnisferðalags til Reykjavíkur. Svo má alveg sjá fyrir sér að lokakeppnin myndi færast milli landshluta, svona líkt og ólympíuleikarnir færast á milli landa og borga. Látið heyra í ykkur - hvernig hljómar þetta?
(Ég setti þessa færslu líka inn á Facebook-síðuna Kayak á Íslandi.)