Það var blíðviðri og fagurt þegar hópur ræðara lagði af stað í morgun undir stjórn Snorra, stefnan var tekin norður fyrir Viðey, öldurnar stækkuðu því lengra sem farið var og við vesturendann var nokkur ólga og öldugangur, hefðbundin leikur var tekin á skerjunum suður af eynni. Kaffistoppið var tekið í grillskálanum,reyndar frekar stutt því Dýrfirðingurinn gp þurfti að komast heim og horfa á fótbolta, aðrir ræðarar voru Svenni, Snorri, Þórólfur, Þorsteinn, Eymi, Tobbi, Smári,Maggi,Ingi,Kolla, Þóra Valdemar ,Egill og lg, heimferðin bauð uppá leik við Fjósakletta, surf og rugl, tíðindalítill róður að þessu sinni en skemmtilegur. –takk fyrir i dag lg