Skuggaleg æfing sem gleymist fljótt.

16 feb 2012 10:03 #1 by Larus
já þetta var lærdómsríkt, köfun jamm, ég var gripinn glóðvolgur af einni helv hlussunni sem var komin yfir mig og búin að drekkja mér áður en ég vissi af.svo var nett panik á kallinum þegar átti að velta sér upp aftur
þurfti nokkrar atlögur en fyrir rest lukkaðist það, styð það að fara oftar i svona, mann vantar alla æfingu i öldum
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2012 23:43 #2 by Guðni Páll
Þræl skemmtileg æfing og allir læra einhvað held reyndar að Lg hafi lært mest í köfun en mér skilst að menn eigi ekki að vera að kafa í miðjum öldugarðinum. En ég tók einmitt Stefán aftaná bátinn hjá mér í eitt skiptið og fann þá hvað það er auðvelt að eiga við bátinn með mann aftaná, en það er annað að róa með hann aftaná. En ég þakka bara fyrir mig þetta var mjög gaman

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2012 22:53 #3 by Gíslihf
Áhugaverðar vangaveltur.
Eitthvað var Maggi og BCU náungar búnir að messa yfir okkur um þetta minnir mig.
Þarna er Eymi í raun að segja að nota eigi manninn í sjónum sem rekakkeri, hann hangir aftan í bátnum en ræðarinn rær inn undan öldunni í skjól eða upp í fjöru og er mun stöðugri en venjulega. Best að láta tóma bátinn fara sjálfan.

Ef maður er hins vegar einn í sjónum í brimi upp við strönd er best að hanga á bátnum og láta hann bera sig upp í fjöru en þá má ekki halda í skutinn heldur stefnið til þess að brot fylli ekki mannopið og rífi bátinn frá okkur (og hugsanlega einn putta með.) Ef haldið er í stefnið þá virkar gusan eins og þegar verið er að tæma bát, hún fer inn við sætið og streymir aftur út við bak sætis. Komi maður einn upp í fjöru er oft svo erfitt að fóta sig í útsoginu.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2012 20:24 #4 by eymi
Ótrúlega skemmtileg æfing þarna út á Gróttu... förum oftar þangað!
Allur pakkinn, stórar öldur fyrir utan, sörf og brimbjarganir. Sjálfur lærði ég mikilvægan punkt við að framkvæma björun í briminu... áleit að brimið væri ekki meira en svo að ég ætti að geta framkvæmd félagabjörgun á venjulegan hátt. Kom að manni í sjónum og snéri skutnum í brimið, skipaði viðkomandi að fara á framendan hjá mér meðan ég tæmdi bátinn, allt gekk vel þar til ég var búinn að tæma og var að draga tóman bátinn að síðunni hjá mér þegar stóra settið kom og kaffærði okkur. Tómi báturinn flaug frá mér og ég hentist áfram með öldunni og maðurinn varð eftir í sjónum. Hefði ég látið þann í sjónum fara beint á afturendann hjá mér hefði ég verið stöðugur og ekki flogið áfram með öldunni og átt miklu betur með að einbeita mér að tóma bátnum og frekar getið haldið honum hjá mér. En þetta fór allt vel því næsti maður kom og tók að sér mannin á sundi og annar hirti bátinn :silly: og björgun kláruð fyrir innan brimið inní Seltjörninni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2012 20:33 - 14 feb 2012 20:37 #5 by Gíslihf
Fyrirsögnin er bara svona til að menn kíki á þetta, nema að æfingin endaði þegar farið var að skyggja kl. 18:30. Við vorum 10 ræðarar sem fórum út úr Seltjörn við Gróttu í dag. Flestir í þessum hópi ætla að róa til Vestmannaeyja í mars ef gefur á sjó frá Landeyjahöfn og þess vegna má einnig kalla þetta forvarnaræfingu.
Það var fjara og þá þrengist opið út úr tjörninni af skerjum sem aldan rís á eins og hestur sem prjónar en fyrir innan var sléttur sjór. Stærstu öldurnar urðu af og til 3 til 4 metrar en það var þó mjög staðbundið, þannig að stöðluð mæling mundi líklega hafa gefið rúman metra.
Guðni Páll var óvenju prúður og varkár í dag og bað menn að fara bara einn í einu fyrst gegnum brotin til að sjá hvort illa færi. Ég vona hann sé ekki að fá flensu sá góði drengur.
Sjálfur fékk ég harðferð afturábak ofan á einu öldufaxinu en komst svo aftur af öldunni. Annað sinn í för ég þvert í öldureið og grófst svo undir, en þá gerðist það skemmtilega sem fagmennirnir hafa verið að segja mér, að ég hefði ekki þurft að kunna veltuna til að velta mér upp. Ég setti mig bara í veltustellingu, lyfti fremra blaðinu aðeins upp (= niður) og fartin á mér í kafi myndaði straum sem tók á blaðinu og vippaði mér hringinn! Gaman ef þetta væri alltaf svona lett.
Þessi æfing gleymist svo trúlega fljótt, því að ég er orðinn svo gamall að ævintýri lífsins eru farin að renna dálítið mikið saman :)
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum