Fimmtudagsæfing

16 feb 2012 12:10 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Fimmtudagsæfing
Ég ætla að vera með Guðna Páli og öðrum á þessum tíma á fimmtudögum næstu vikur ef einhver eftirspurn er eftir æfingum - eftir því sem ég get.

Þetta er þó ekki komið í gang og þarf að kynna betur og við sleppum bara þessu fyrsta skipti úr því að frumkvöðullinn er með pest eftir brimið í Seltjörn :silly: .

Sundlaugaræfingar eru ómetanlegar en koma þó ekki í staðinn fyrir æfingar við raunverulegar aðstæður. Sjálfur fer ég eins sjaldan og ég get í laugina, því klórinn veldur mér hausverk og leiðindum í einn til tvo daga á eftir einkum ef eitthvað sleppur fram hjá nefklemmunni.

Sjálfur æfði ég grimmt s.l. haust fyrir BCU prófið og var oft einn örstutt frá Eiðinu okkar og það skilaði sér vel. Sá sem er búinn að taka hundrað veltur í laug verður t.d. undrandi þegar hann getur ekki velt sér upp á móti vindi, þó ekki sé nema 4-6 m/s á hlið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2012 09:59 #2 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Fimmtudagsæfing
ja þá kem ég ekki heldur
Kolla tekur hvort sem er ekki í mál að æfa án þingeyrar prinsins lg :--)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2012 23:45 #3 by Guðni Páll
Þeir sem voru að spá í æfingu á morgun þá kemst ég ekki vegna veikinda. Og var því ákveðið að fresta þessari æfingu um viku tíma (allavega hjá mér). En auðvitað er öllu frjálst aðæfa sig en ég kem allavega ekki :-(


Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum