Það voru allir vanir menn á þessari æfingu í dag: GHF, Guðni Páll, Ágúst Ingi, Lárus og Gunnar Ingi.
Við Fjósakletta fengu allir að stinga upp á einni þraut sem síðan var æfð.
Guðni Páll fór upp á efsta topp á einum Fjósaklettanna og stökk niður með taug í bátnum.
Ég lagði til að allir færu á sund og í bátinn á hlið eða hvolfi og síðan átti að róa í land ca 50 m með hálffullan bátinn.
Lárus var síðastur og vildi að menn reru aftur á bak alla leið að gámunum. Ég á eftir að vera með strengi í öxlum og víðar eftir það.
Sem sagt - góð æfing, en þegar fer að birta og hlýna nú í mars er þetta upplagt fyrir þá sem eru búnir á námskeiðum og vilja æfa meira á sjó.
Það verður þá allt við hæfi eftir hverjum og einum.