Sorp við Fjósakletta.

01 mar 2012 17:45 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Sorp við Fjósakletta.
Í Fréttablaðinu í dag 1. mars: Sorpu á Álfsnesi líkt við stóran útikamar.
..."Sorpa fær borgað fyrir að taka á móti þessu og gerir það frekar í þeirri von að vindáttin verið hagstæð og þeir sleppi fyrir horn"

Hagstæð vindátt fyrir íbúa í nágrenninu þýðir væntanlega að fnykurinn berist á haf út.

Þessi hugsunarháttur er því miður alltof algengur hér á landi.
Því miður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2012 17:18 - 24 feb 2012 17:24 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Sorp við Fjósakletta.
Ég er sammála Gísla að þessar fjörur eru náttúruperlur og mér finnst það vera með ólíkindum hvað umhverfisvernd og vitund meðborgara okkar nær skammt. Þó að þessi svæði sem við þekkjum hvað best við strendur höfuðborgarinnar sé ekki stórt þá eru nokkur atriði sem eru algjörlega óforsvaranleg:
1. Garðúrgangur og annað rusl sem er reglulega fleygt við aðstöðu okkar.
2. Megn óþefur af sorpurðun við Kollafjörðinn.
3. Fjaran við Gufunesið og svo allt það svæði sem sést illa af fjölförum vegi þarna skammt frá er ógeðsleg, svo ekki sé meira sagt.
4. Stórt sár vegna námuvinnslu í Geldinganesi og hörmulegur frágangur á því svæði.

Þetta er ekki endanlegur listi og mætti taka nokkur dæmi sem við, þessi hópur sem rær nokkuð stíft hefur lent í eins og fituíldubrák frá svínabúi, fuglshamir sem skyttur henda í sjóinn eftir skytterí osf.

Það minnsta sem við getum gert er að benda yfirvöldum á þetta.

Kk
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2012 23:33 #3 by palli
Replied by palli on topic Re: Sorp við Fjósakletta.
Ljótt er að heyra.

Ég kannast við einn kauða þarna. Grennslast fyrir hjá honum hvað þeir séu eiginlega að spá. Hélt að Hringrás gæfi sig sérstaklega út fyrir að vera umhverfisvænt fyrirtæki ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2012 21:26 - 23 feb 2012 21:28 #4 by Gíslihf
Sumum kann að þykja það eðlilegt að hitta fyrir fjóshaug við Fjósakletta - en ekki okkur kayakfélögum sem höfum átt þar marga gæðastundina árum saman.

Fjósaklettar eru náttúruperla við strönd Reykjavíkur, en þær eru orðnar fágætar. Fjaran við Gufunesið sjálft er einnig náttúruperla ef vel er að gáð, en klætt í óhreina tötra.
Í dag rerum við með ströndinni þarna. Þar eru fallegar klappir en víða hefur verið fyllt yfir og fram á brún með efni úr húsgrunnum eða úr niðurbroti húsa og standa steypujánin út úr múrbrotum.
Það væri of langt mál að telja allan þann subbuskap sem þarna má sjá og ljósmyndir í dagblöðum mundi segja fólki meira en mörg orð.

Margt eru þetta "gamlar syndir" en það var þó enn ónotalegra nú að koma í sandfjöruna í krikanum við gömlu bryggjuna þar sem við höfum oft lent. Þar var ógeðslegur lífrænn úrgangur og veigruðum við okkur að ganga þar um í kayakskónum, sem eru hálfgerð stígvél, hvað þá að taka veltu og fá sopa af súpunni.

Ef einhver þekkir til hjá Íslenska Gámafélaginu má hann gjarna ræða við þá um hina grænu vistvænu stefnu þeirra sem sjá má á slóðinni:
www.gamur.is/index.php?option=content&ta...ew&id=110&Itemid=138

Þetta er samt allt í góðu og við eigum talsverða hagsmuni að komast í gott talsamband við þessa bændur í Gufunesi.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum