Sumum kann að þykja það eðlilegt að hitta fyrir fjóshaug við Fjósakletta - en ekki okkur kayakfélögum sem höfum átt þar marga gæðastundina árum saman.
Fjósaklettar eru náttúruperla við strönd Reykjavíkur, en þær eru orðnar fágætar. Fjaran við Gufunesið sjálft er einnig náttúruperla ef vel er að gáð, en klætt í óhreina tötra.
Í dag rerum við með ströndinni þarna. Þar eru fallegar klappir en víða hefur verið fyllt yfir og fram á brún með efni úr húsgrunnum eða úr niðurbroti húsa og standa steypujánin út úr múrbrotum.
Það væri of langt mál að telja allan þann subbuskap sem þarna má sjá og ljósmyndir í dagblöðum mundi segja fólki meira en mörg orð.
Margt eru þetta "gamlar syndir" en það var þó enn ónotalegra nú að koma í sandfjöruna í krikanum við gömlu bryggjuna þar sem við höfum oft lent. Þar var ógeðslegur lífrænn úrgangur og veigruðum við okkur að ganga þar um í kayakskónum, sem eru hálfgerð stígvél, hvað þá að taka veltu og fá sopa af súpunni.
Ef einhver þekkir til hjá Íslenska Gámafélaginu má hann gjarna ræða við þá um hina grænu vistvænu stefnu þeirra sem sjá má á slóðinni:
www.gamur.is/index.php?option=content&ta...ew&id=110&Itemid=138
Þetta er samt allt í góðu og við eigum talsverða hagsmuni að komast í gott talsamband við þessa bændur í Gufunesi.
Kveðja,
Gísli H. F.